Innlent

Uppboð á köttum á morgun

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Dýravinir geta bjargað tugum dýra frá svefninum langa á morgun - þegar uppboð á köttum, hundum og kanínum verður í Dýraríkinu. Dýrahjálp Íslands segir neyðina mikla - bæði vegna kreppu og sumarleyfa.

Það er eitthvað við stór augu og loðinn feld sem vekur hlýju í hjörtum mannanna - þau hér hafa ekki verið með þennan labradorhund í fóstri nema um einn sólarhring, en stjana þó við hann eins og væri hann langþráður frumburður.

Theodóra Mjöll og Emil Örvar voru sátt með labrador hund í bandi. „Það átti að aflífa hann eftir helgi, við ákváðum að taka við honum. hann er yndislegur, mjög rólegur, eins og hugur manns," sagði Theodóra.

Þessi orkumikli Labrador verður á meðal þeirra hunda, kanína og kisa sem verða boðin upp í Dýraríkinu frá klukkan eitt til fimm í Garðabæ á morgun. Ekkert þarf að borga - annað en að sannfæra Dýrahjálp Íslands í stuttu viðtali um að þú sért sannur dýravinur. Og ástandið er óvenju erfitt nú, segir Rannveig Erla Guðlaugsdóttir, talsmaður Dýrahjálpar, margir hringi sem hafi misst hús sín og eru að flytja í blokkir sem banna dýrahald.

„Fólk er að hringja í angist, neyðin er mikil, við köllum á hjálp fyrir dýrin sem bíða eftir nýjum eigendum."







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×