Innlent

Dómsmáli vegna Urriðafossvirkjunar vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómsmáli sem Flóahreppur höfðaði gegn Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, fyrir að neita að staðfesta aðalskipulag hreppsins sem gerði ráð fyrir Urriðafossvirkjun.

Dómari vísaði málinu frá á þeirri forsendu að skipulagsferlið væri hafið að nýju og því ekki lögvarðir hagsmunir af úrlausn máls fyrir dómi. Flóahreppur hefur þegar ákveðið að bera frávísunina undir Hæstarétt, að sögn Margrétar Sigurðardóttur sveitarstjóra.

Umhverfisráðherra neitaði að staðfesta aðalskipulagið þar sem Landsvirkjun hafði greitt fyrir skipulagsvinnu. Flóahreppur telur það hins vegar hafa verulega almenna þýðingu að fá úr því skorið hvort lagatúlkun ráðherrans standist.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×