Innlent

Gefa ekki upp ráðningarsamning Lúðvíks

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Ekki er enn búið að ganga frá ráðningarsamningi við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði harma þá töf sem hefur orðið í málinu.

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það að ekki skuli enn vera búið að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og ítreka jafnframt að skoða þurfi í því samhengi starfslokalið þess samkomulags með tilliti til þess að það auki ekki á kostnað bæjarins þar sem ljóst er að minnsta kosti tveir bæjarstjórar munu stýra bænum út þetta kjörtímabilið," segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi nú í vikunni.

Vísir óskaði eftir upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ um kaup og kjör Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði. Í svari frá Önnu Jörgensdóttir bæjarlögmanni kemur fram að laun Lúðvíks séu nú 663.357 þúsund krónur. Þar bætist við yfirvinna og orlof upp á 319.278 krónur auk akstur upp á 26.532.

Heildarlaun Lúðvíks eru því rétt yfir einni milljón eða 1.009.167 þúsund krónur.

Þessi tala gæti hins vegar breyst þar sem skipt verður um bæjarstjóra á miðju kjörtímabili og munu því trúlega bætast við biðlaun ofan á laun bæjarstjóra. Geir Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi.

"Við viljum bara fá ráðningarsamninginn upp á borðið en þau segjast vilja skoða málið og bera launin saman við laun sveitastjóra í nágrannasveitarfélögum. Þau hafa lofað að þessar upplýsingar muni koma fram á næsta bæjarráðsfundi. Við munum alla vega ýta á eftir þessu."











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×