Fleiri fréttir

Aukið álag á heilbrigðisstofnanir vegna eldgossins

Heildarkostnaður heilbrigðisþjónustunnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið metinn 41,5 milljónir króna. Kostnaðurinn hefur að mestu fallið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) en áætlað er að alls muni gosið kosta HSu 32,8 milljónir.

Kona með botnlangabólgu sótt um borð í norskan togara

Björgunarmiðstöðin í Stavanger óskaði kl. 12:46 eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að sækja 26 ára konu sem talin er vera með botnlangabólgu um borð í norska togarann Langvin sem staddur er að úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg eða 207 sjómílur frá Reykjanesi.

Hafís nálgast landið

Nokkur hafís er tiltölulega skammt undan norðanverðum Vestfjörðum og mun að öllum líkindum þokast nær landi.

Íslensk kona í farbann - fjarstæðukennt að mati dómara

Hæstiréttur Íslands staðfesti farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir íslenskri konu sem búsett hér á landi. Konan ásamt manni sínum, sem er af erlendu bergi brotnu, eru grunuð um að hafa flutt inn fíkniefni. Konan hefur játað brot sitt en segir manninn hafa skipulagt innflutninginn.

Bensínbetlari reyndi að blekkja rithöfund

Fyrrverandi ritstjórinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson lenti í bensínbetlaranum fyrir nokkrum mánuðum en Vísir hefur greint frá manninum áður en hann betlar pening fyrir bensíni af grandlausum borgurum í því augnmiði að komast til Akraness.

Jón Gnarr veiðir fyrsta laxinn

Borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, mun renna fyrir fyrsta laxinum í Elliðaánum á sunnudagsmorguninn næsta samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Tilkynnti um nauðgun en ákvað að kæra ekki

Kona sem sagði lögreglu frá því að henni hafi verið nauðgað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri á fimmta tímanum síðastliðna nótt hefur ákveðið að leggja ekki fram kæru í málinu.

Halla Gunnarsdóttir: Réttur minn fyrir borð borinn

Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og talskona í femínistafélagi Íslands, segir að hún sé mjög ósátt við að Hæstiréttur taki ekki afstöðu til þeirra röksemda sem hún lagði fyrir dóminn. Hæstiréttur vísaði frá kröfu hennar um að þinghald í máli ellefu manna sem kærðir voru fyrir kaup á vændi skuli vera opið. Af þremur dómurum, skilaði einn dómari séráliti og taldi að dómurinn ætti að taka afstöðu til málsins.

Uppnám í bæjarstjórnarmálum Dalvíkurbyggðar

Mikil óvissa er komin upp í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar eftir að kjörnefnd úrskurðaði í morgun að átta vafaatkvæði í kosningunum í síðasta mánuði skyldu teljast gild en þau höfðu áður verið úrskurðuð ógild.

Þyrlan sækir veikan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið um klukkan hálfsex í kvöld til þess að ná í konu sem fékk botnlangakast um borð í norskum togara. Skipið er statt á Reykjaneshrygg og er nú á stímí í átt að Íslandi. Drægi þyrlunnar er 150 sjómílur og því getur þyrlan ekki lagt af stað fyrr en skipið er komið nær landi.

Dalvík: J-listinn nær ekki hreinum meirihluta

J-listi í Dalvíkurbyggð er ekki lengur með hreinan meirihluta í bæjarstjórn en kjörnefnd kvað upp í morgun úrskurð sem segir að átta vafaatkvæði sem nefndin hafði áður úrskurðað ógild séu nú nú gild.

Harður árekstur í Njarðvík

Tveir aðilar fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Víkingatorginu svokallaða í Njarðvík. Tveir bílar rákust saman á hringtorginu og eru þeir mikið skemmdir. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum er ekki talið að meiðsli fólksins hafi verið alvarleg.

Bið eftir hjartaaðgerð ekki verið styttri í fimm ár

Meðalbiðtími eftir hjartaaðgerðum hefur ekki verið styttri í fimm ár að því er fram kemur á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins. Í greinargerð Landspítala vegna hjartaaðgerða kemur fram að biðtími eftir aðgerðum í ár sé 1-2 mánuðir, óháð aðgerð.

Samfylkingin fagnar ákvörðun ESB

Samfylkingin fagnar ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um að hefja aðildarviðræður við Ísland. í tilkynningu frá framkvæmdastjórn flokksins segir að ákvörðunin sé veigamikið skref í því ferli sem hófst þegar Alþingi samþykkti með lýðræðislegum hætti umsókn Íslands fyrir tæpu ári síðan.

Ólöf ein í framboði

Enn sem komið er hefur Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ein lýst yfir framboði í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst á föstudaginn eftir viku.

Framvísaði vegabréfi annars manns í Leifsstöð

Í gær stöðvaði lögreglan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar mann sem framvísaði vegabréfi annars manns. Maðurinn var í kjölfarið kærður fyrir misnotkun skjals. Maðurinn var lagði af stað frá Osló í gær og var förinni heitið til Kanada.

Harma yfirlýsingar varabæjarfulltrúans

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi og fimm af sex efstu kjörnu fulltrúum flokksins, harma yfirlýsingar Elfar Logadóttur fyrsta varabæjarfulltrúa flokksins í Kópavogi sem sakaði forystumenn flokksins um ólýðræðisleg vinnubrögð á dögunum. Í yfirlýsingu frá hópnum eru yfirlýsingarnar harmaðaðar „og þær rangfærslur sem þar er að finna og höfnum við öllum ávirðingum um ólýðræðisleg vinnubrögð.“

Laxveiði byrjar vel í Borgarfirði

Yfir 60 laxar komu á land við opnun Þverár og Kjarrár í Borgarfirði, að sögn héraðsritsins Skessuhorns, sem segir laxveiðina þar hafa byrjað frábærlega. Þegar hún hafði staðið yfir í tvo daga höfðu 30 laxar veiðst í Þverá og 20 í Kjarrá.

Síðasta vitaverðinum sagt upp

Siglingamálastofnun hefur sagt síðasta vitaverði á landinu upp. Það er Sigurður Pálsson á Baugstöðum, en hann hefur hirt um Baugsstaðavita, austan við Stokkseyri, í áratugi og tók hann við því starfi af föður sínum.

Gengistrygging: Engin inngrip áformuð af ríkisstjórn

Ríkisstjórnin fundaði í morgun um viðbrögð við dómum Hæstaréttar þess efnis að gengistryggð bílalán séu ólögmæt. Eftir fundinn sagði Jóhanna Sigurðardóttir að engin inngrip af hálfu ríkisins séu áformuð sem skerða myndu rétt fólks.

„Þetta er mjög leiðinlegt“

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir afar leiðinlegt að flokkurinn hafi eytt meiru en það hámark sem stjórnmálaflokkarnir settu um auglýsingakostnað í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Skýringin er sú einstök framboð sem ekki áformuðu auglýsingar í landsmiðlum gerðu það á síðustu metrum kosningabaráttunni og nefnir Jónmundur Kópavog sem dæmi.

Kröfu um opið þinghald í vændismáli vísað frá

Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns um að þinghald í máli ellefu manna, sem kærðir voru fyrir kaup á vændi, skuli vera opið. Hæstiréttur vísaði málinu frá á þeim forsendum að Halla eigi ekki lögvarða hagsmuni.

Sjálfstæðismenn brutu samkomulag um auglýsingakostnað

Sjálfstæðisflokkurinn braut samkomulag sem stjórnmálaflokkarnir gerðu um auglýsingakostnað í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna. Samkomulagið fól í sér að heildarkostnaður hvers flokks vegna auglýsingabirtinga í fjölmiðlum yrði ekki hærri en 11 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti á tímabilinu 29. apríl til og með 29. maí.

Sameiginlegur nefndafundur vegna Hæstaréttardóms

Nefndarmenn í efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd hittust á sameiginlegum fundi klukkan tíu í morgun. Umræðuefni fundarins eru nýfallnir dómar í Hæstarétti þar sem dómarar komust að þeirri niðurstöðu að ólögmætt væri að gengistryggja bílalán við erlenda gjaldmiðla. Nefndarmenn fá til sín gesti og ræða þá stöðu sem upp er komin.

Forsetahjónin sækja konunglega brúðkaupið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, forsetafrú, héldu í morgun til Stokkhólms þar sem þau munu taka þátt í hátíðarhöldum vegna brúðkaups Viktoríu krónprinsessu og Daniels Westling. Karl Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning buðu forsetahjónunum að sækja brúðkaupið.

Eldsvoði: Fluttur á almenna deild í dag

Karlmaðurinn sem var fluttur á spítala með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í fjölbýlishúsi við Írabakka í Reykjavík í gærkvöldi dvaldi á gjörgæsludeild í nótt. Líðan hans ágæt, að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn verður fluttur á almenna deild síðar í dag.

Borgarísjaki norðvestur af Skagatá

Stór borgarísjaki sást í gærkvöldi rúmlega tíu sjómílur norðvestur af Skagatá, sem er í minni Skagafjarðar, vestanverðu. Skip, sem átti leið um þessar slóðir sigldi líka í gegn um ísspöng, sem getur verið varasöm skipum, að sögn skipstjórans.

Vegagerðin dregur úr viðhaldi og sumarþjónustu

Vegagerðin verður að draga verulega úr viðhaldi og sumarþjónustu á vegum landsins í sumar vegna lækkandi fjárveitinga. Þær voru líka lækkaðar í fyrra og árið áður, og nemur raunlækkunin samtals hátt í 30 prósentum. Miðað við fjárveitingar fyrir næsta og þarnæsta ár, í fyrirliggjandi samgönguáætlun, telur Vegagerðin að framlögin nægi fyrir aðeins 65 prósentum af áætlaðri þörf.

Talsverður erill á Akureyri

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna reykspólandi tryllitækja hér og þar í bænum með viðeigandi hávaða. Bíladagar verða haldnir þar í bæ um helgina og fóru menn að flykkjast norður á tryllitækjum sínum strax í fyrradag. Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum í nótt, en engin var þó tekinn úr umferð.

Ók á 164 kílómetra hraða

Ökumaður var tekinn úr umferð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að lögregla mældi bíl hans á 164 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Arnarnesveg upp úr klukkan tvö í nótt. Hámarkshraði á þessum vegkafla er 70 kílómetrar á klukkustund þannig að hann var á ríflega tvöföldum hámarkshraða.

Í haldi vegna nauðgunar á Akureyri

Kona um tvítugt kærði karlmann á svipuðu reki fyrir nauðgun á Akureyri í nótt. Lögregla handtók manninn, eftir ábendingu konunnar, og er hann nú viðstaður í fangageymslum. Nánari málsatvik liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Bretar beita hugsanlega neitunarvaldi

Bretar geta beitt neitunarvaldi og komið í veg inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Utanríkisráðherra landsins segir brýnt að fá niðurstöðu í Icesavemálið.

Gnarr hótað lífláti í orðaleit Vikunnar

Falin skilaboð um að Jón Gnarr verði ráðinn af dögum má finna í svokallaðri orðaleit nýjasta heftis tímaritsins Vikunnar sem kom út á miðvikudag. „Gnarr verður skotinn“ fullyrðir orðaleitin í þriðju neðstu línu. Setningin er ekki meðal uppgefinna leitarorða.

Slasa eða drepa sauðfé og stinga svo af

Ekið var á ellefu lömb og ær í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Þrjú lömb drápust í einni ákeyrslunni. Í öllum tilvikum stungu ökumennirnir af frá slysstað og létu skepnurnar liggja eftir.

Uppnám hjá lánveitendum

Uppnám er innan eignaleigufyrirtækja eftir dóm Hæstaréttar um gengistryggingu og bíða menn þar á bæjum þess nú að stjórnvöld taki ákvörðun um framhaldið. Algjör óvissa ríkir um það í hverju aðgerðir stjórnvalda munu felast, ef yfirleitt verður gripið til nokkurra slíkra.

Aðild styrkir fullveldi Íslands

„Ég fagna þessari niðurstöðu og er mjög ánægður með hana,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í gær, þegar ljóst var orðið að Evrópusambandið mun hefja aðildarviðræður við Ísland.

Fjölda nemenda neitað um skólavist

Aldrei hefur hærra hlutfall grunnskólanema sótt um nám í framhaldsskóla og í vor. Rúmlega 97 prósent allra 10. bekkinga sem útskrifuðust úr grunnskóla á dögunum sóttu um áframhaldandi nám í framhaldsskólum landsins.

Ekki hægt að loka bjarginu

Gísli Már Gíslason, formaður Bjargtanga – félags landeigenda og sumarbústaðaeigenda á Hvallátrum, segir félagið vera mjög hlynnt endurbótum á Látrabjargi en segir ómögulegt að loka því.

Þvílíkt stuð í miðbænum í dag - myndasyrpa

Tugir þúsunda fögnuðu þjóðhátíðardeginum í miðbænum í dag, en stór hópur gekk í skrúðgöngu frá Hlemmi og niður laugaveginn. Þá fylgdust margir með tónleikum á Arnarhóli. Sumir fengu blöðrur og candy floss og upplifðu sannkallaða þjóðhátíðarstemmingu. Veðrið var ekki var verri endanum, sól á köflum og hlýtt í veðri.

Dagbók Jóns Gnarrs slær í gegn á Fésbókinni

Dagbók borgarstjóra hefur heldur betur slegið í gegn á Fésbókinni. Yfir 7 þúsund manns eru orðnir aðdáendur síðunnar en borgarstjórinn, Jón Gnarr, ætlar að halda þar úti einhvers konar dagbók um um verkefni sín sem borgarstjóri.

Einn á slysadeild eftir eldsvoða í Írabakka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld sem kom upp í íbúð í Írabakka í kvöld. Einn maður var í íbúðinni og var hann fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Nokkur reykur barst út á stigagang blokkarinnar og fóru íbúar út á svalir þar sem þeir voru óhultir að sögn varðstjóra.

Skoðar skaðabótamál á hendur SP-fjármögnun

Björn Þorri Viktorsson, sem gætti hagsmuna skuldara sem var sýknaður af Hæstarétti af kröfu SP-Fjármögnunar í gær, segist vera að skoða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu fyrir hönd annarra umbjóðenda sinna.

Óvissa um hvernig eigi að gera upp lánin

Skuldir fólks vegna gengistryggðra lána hverfa ekki með niðurstöðu Hæstaréttar í Bílalánsmálunum. Í raun er kominn upp óvissa um hvernig eigi að gera upp lánin, en Hæstiréttur veitir ekki leiðbeiningar um það í niðurstöðum sínum. Lögmaður skuldara segir þó að gera verði upp lánasamningana í samræmi við önnur ákvæði sem haldi gildi sínu.

Sjá næstu 50 fréttir