Fleiri fréttir

Varar við manni sem sníkir bensín út úr fólki

Marteinn Hilmarsson, faðir í Reykjavík, varar við óprúttnum aðila sem reynir að sníkja bensín út úr fólki. Hann segist fyrst hafa hitt manninn fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan.

Aðildarumsóknin samþykkt

Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur samþykkt aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Ákvörðunin var tekin skömmu eftir hádegið og er búið að boða til blaðamannafundar um hálf þrjú leytið að íslenskum tíma. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis, er í Brussel og mun hann fjalla nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þorum ekki einu sinni sjálf að ferðast

„Við erum búin að sýna skemmtilegt myndband út um allan heim, þar sem allir eru svo glaðir og kátir, en svo þorum við ekki einu sinni sjálf að ferðast," segir Lilja Magnúsdóttir, rekstraraðili tjaldstæðis á Kirkjubæjarklaustri.

Lá fastur undir bílnum eftir veltu

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Umferðarslys varð á Salavegi í Kópavogi um fjögur leytið í nótt. Þar valt bifreið með þeim afleiðingum að annar tveggja farþega í bílnum festist undir bifreiðinni. Lögreglu og sjúkraflutningamönnum tókst þó fljótt og örugglega að ná honum undan bílnum.

Fagna samþykki aðildarviðræðna

„Sterkara Ísland - félag Evrópusinna á Íslandi fagnar ákvörðun leiðtogaráðs Evrópusambandsins að samþykkja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Nú í fyrsta sinn munu Íslendingar allir eiga þess kost að taka upplýsta ákvörðun um framtíðarsamstarf Íslands við Evrópusambandsríkin. Það er því táknrænt að þessi ákvörðun skuli vera tekin einmitt á þjóðhátíðardaginn,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Tólf fengu fálkaorðu frá forseta Íslands

Tólf Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Það var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem sæmdi heiðursmerkinu.

Kristbjörg Kjeld borgarlistamaður Reykjavíkur

Kristbjörg Kjeld leikkona er borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2010. Það var Jón Gnarr, borgarstjóri, sem sæmdi Kristbjörgu þeim heiðri í Höfða nú klukkan tvö. Kristbjörg fékk í gærkvöldi Grímuna fyrir leik í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Hænuungarnir sem var sett á svið hjá Þjóðleikhúsinu.

Taka afstöðu til aðildarumsóknar í dag

Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun taka afstöðu til aðildarumsóknar Íslands á fundi sínum í Brussel í dag en fundurinn hófst í morgun. Fyrirfram er búist við því að umsóknin verði samþykkt en viðræður hefjast þá væntanlega á næsta ári.

Eldur í bílaverkstæði á Skemmuvegi

Um 16 slökkviliðsmenn eru núna á vettvangi á Skemmuvegi 24 í Kópavogi. Það kviknaði í bifreið sem var innan dyra. Bíllinn er ónýtur og einhverjar skemmdir eru á húsinu sjálfu. Mikinn reyk lagði frá húsinu. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast.

Eldur í hesthúsi í Skagafirði

Slökkvilið Skagafjarðar var kallað að hesthúsi á Nöfunum um tólf leytið í dag. Kviknað hafði í hesthúsi en þegar slökkvilið kom á staðinn logaði tölverður eldur í húsinu. Húsið hafði á árum áður verið notað sem fjárhús en síðustu ár hefur það gengt hlutverki hesthús og eða tryppiskýlis. Eigendur hússins höfðu verið þarna fyrr í morgun en ekki orðið varir við neitt. Þetta kemur fram á fréttavefnum Feykir.is.

Ekkert rignt á Akureyri í mánuð

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir á heimasíðu sinni að nánast ekkert hafi rignt á Akureyri í nærri mánuð. Hann segir síðustu úrkomu sem hægt er að tala um hafi verið 19. til 20. maí.

Reynt að stinga rangan mann

Fjórir menn í annar­legu ástandi réðust inn í íbúð í sunnanverðum Hafnarfirði á laugardaginn var vopnaðir hnífum og réðust að húsráðanda sem þar var með ungum syni sínum.

Til hagsbóta fyrir marga

Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum.

Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni

„Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni.

Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland mótmælti því áliti sem stofnunin setti fram í fyrra að ákvæði íslenskra laga og kjarasamninga um laun í veikindaforföllum og slysatryggingar ættu ekki að ná til erlendra starfsmanna sem hér ynnu. ESA benti á að tilskipun um útlenda starfsmenn gerði almennt ráð fyrir því að um slík réttindi fari samkvæmt lögum og samningum í heimaríkjum erlendu starfsmannanna.

Engin áhrif á eignir lífeyrissjóða

Dómur Hæstaréttar um ólögmæti myntkörfulána hefur engin áhrif á eignasafn lífeyrissjóðanna, segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.

Íbúðalánin líklega ólögmæt

„Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár.

fréttaskýring: Kemur aftur saman í júní

Alþingi lauk störfum fyrir hlé í gær, eftir mikla fundatörn. Kunnuglegur söngur heyrðist úr þingsal þegar stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnarliða fyrir skipulagsleysi og að ætla sér að koma allt of mörgum þingmálum í gegn um þingið á of skömmum tíma. Breytingin var þó að nú voru fyrrum stjórnarliðar að gagnrýna fyrrum stjórnarandstæðinga.

Bíður morguns

Fyrirtækið Þráinn tók fimm lán upp á 357 milljónir króna á árunum 2006 til 2007. Þeim svipar til mála gengistryggðu lánanna sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæt í gær en þau voru tengd japönsku jeni. Í nóvember í fyrra stóð höfuðstóllinn í 887 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar.

Orsök pestar enn óþekkt

Enn hefur ekki verið hægt að tengja smitandi hósta í hrossum þeim veirum sem þekktar eru fyrir að leggjast á öndunarfæri hrossa. Þetta kom fram á fundi stýrihóps fulltrúa Matvælastofnunar, Tilraunastöðvarinnar á Keldum og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í gær.

Skrímslin vöknuð til lífsins á Bíldudal

Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið."

Kýldi og sparkaði í stúlku

Rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa kýlt og sparkað í stúlku í íbúðarhúsnæði í Kópavogi.

Fjörulallar og marhross

Frá fornu fari hafa verið sagðar sögur á Íslandi um kynjaverur sem heima áttu í undirdjúpunum. Hvergi á Íslandi eru þó fleiri frásagnir um þær en í Arnarfirði og eru á annað hundrað skráðar frásagnir til þar sem menn hafa komist í tæri við skrímsli.

Hagstæðustu vextir Seðlabanka til álita

efnahagsmál Stjórnvöld eru að kanna hvort í lögum finnist nægileg leiðsögn til að bregðast við dómi Hæstaréttar í gær um að gengistryggð lán séu ólögmæt. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra bendir á að samkvæmt þeim beri kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af skuldara haft. Þeir sem hafa borgað of mikið af erlendum lánum gætu því átt von á endurgreiðslu. Sé krafan óverðtryggð á samkvæmt lögunum að miða við hagstæðustu óverðtryggðu útlánsvexti Seðlabankans.

Oddný vill búa til nýtt kerfi

Systkinaforgangur verður tekinn upp á ný á leikskólum borgarinnar samkvæmt málefnasamningi Besta flokks og Samfylkingar. Þetta stangast á við lög, að mati borgarlögmanns.

Horfur slæmar í efnahagslífi

Efnahagsmál Aðstæður í efnahagslífinu eru slæmar að mati 87 prósenta stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Capacent Gallup á stöðu og horfum 400 stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin var gerð í maí og byrjun júní en afstaða stjórnenda hefur ekki breyst frá síðustu könnun sem gerð var í febrúar og mars síðastliðnum. Aðeins eitt prósent stjórnenda taldi aðstæður góðar í efnahagslífinu en tólf prósent töldu þær hvorki góðar né slæmar.- mþl

Jesús litli sýning ársins

Sýningin Jesú litli hlaut Grímuna fyrir sýningu ársins 2010. Þá hlaut Hilmir Snær Guðnason Grímuna fyrir leikstjórn en hann leikstýrði Fjölskyldunni. En Margrét Helga Jóhannsdóttir hlaut einnig Grímuna fyrir aðalhlutverk í sama verki.

Gunnar Einarsson áfram bæjarstjóri í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 16. júní 2010 í ráðhúsinu við Garðatorg. Í bæjarstjórn eru sjö bæjarfulltrúar og þar af eru þrír nýir bæjarfulltrúar. Í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru 29. maí sl. voru úrslit kosninganna í Garðabæ á þá vegu að fimm bæjarfulltrúar koma frá D-lista Sjálfstæðisflokks, einn bæjarfulltrúi kemur frá M-lista Fólksins í bænum og einn bæjarfulltrúi er frá S-lista Samfylkingar.

Eldur í gamalli rútu

Kviknað hefur í gamlli rútu á Smiðjuveginum í Kópavogi. Engin hús eru í hættu. Lögreglan og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu eru á vettvangi. Engar frekari upplýsingar var að fá.

Fyrstu loforð nýrrar borgarstjórnar efnd

Ókeypis verður í sund fyrir börn í Reykjavík frá næsta laugardegi og út sumarið. Þetta var ein af tíu tillögum sem nýi borgarstjórinn lagði fyrir borgarráð í dag. Áætlaður kostnaður er 12-14 milljónir króna.

Orkuverðið verður verðtryggt

Tenging orkuverðs við álverð er afnumin í nýjum samningum um orkusölu til álversins í Straumsvík, en orkuverð verður verðtryggt í staðinn. Forstjóri Landsvirkjunar segir nýju samningana skila fyrirtækinu verulegum tekjuauka miðað við álverð í dag.

Dómurinn mun skapa vandræði á fjármálamarkaði

Þorri allra gengistryggðra bílalána og hluti húsnæðislána landsmanna var að líkindum dæmdur ólöglegur í tímamótadómum sem féllu í Hæstarétti nú síðdegis. Langmesta réttarbót sem íslenskur almenningur hefur fengið frá hruni og þjóðin hefur nú ástæðu til að fagna á þjóðhátíðinni á morgun, segja verjendur.

Sjá næstu 50 fréttir