Innlent

Ólöf ein í framboði

Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal.

Enn sem komið er hefur Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ein lýst yfir framboði í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst á föstudaginn eftir viku.

Þingflokksformaðurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar ekki að gefa kost á sér að því er fram kemur í viðtali við hana á mbl.is.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið án varaformanns eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér varaformennsku um miðjan apríl í tengslum við rannsókn á fjárreiðum eiginmanns hennar sem var einn af lykilstjórnendum Kaupþings.

Enginn hefur lýst yfir framboði gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni flokksins, og því er allt útlit fyrir að hann verði sjálfkjörinn í embættið.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Laugardagshöll dagana 25.-26. júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×