Innlent

Dalvík: J-listinn nær ekki hreinum meirihluta

Boði Logason skrifar
Frá Dalvík
Frá Dalvík Mynd úr safni
J-listi í Dalvíkurbyggð er ekki lengur með hreinan meirihluta í bæjarstjórn en kjörnefnd kvað upp í morgun úrskurð sem segir að átta vafaatkvæði sem nefndin hafði áður úrskurðað ógild séu nú nú gild.

Eftir kosningarnar í lok maí fékk J-listinn fjóra menn kjörna. A, B- og D-listi fengu einn mann hver listi. Því var J-listinn með hreinan meirihluta. Nú hafa átta atkvæði sem áður voru dæmd ógild verið dæmd gild svo framsókn fær fjórða manninn af lista J-listans. Eftir kosningarnar kærðu framsóknarmenn niðurstöður talningar atkvæða til sýslumannsins á Akureyri og fór fram á að þessi átta atkvæði skyldu vera dæmd gild. Kjörnefndin féllst á sjónarmið framsóknarmanna en dómurinn var kveðinn upp í morgun.

Ásgeir Páll Matthíasson, umboðsmaður J-listans á Dalvík, segir málið mikið áfall fyrir listann. „Það hlýtur að vera er það ekki? Þetta er verulega óþægileg staða," segir Ásgeir og segir jafnframt að niðurstaðan komi á óvart.

Niðurstöðu kjörnefndar er hægt að skjóta til dómsmála- og mannréttindaráðuneytsins og hefur J-listinn eina viku til að gera það.

Ásgeir Páll Matthíasson segir að ekki sé búið að ákveða hvort listinn ætli með málið lengra. „Það verður gert eins fljótt og auðið er. Það á bara eftir að kryfja þennan úrskurð til mergjar og sjá hvort það sé einhver ástæða til að halda áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×