Innlent

Ók á 164 kílómetra hraða

Mynd/Pjetur

Ökumaður var tekinn úr umferð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að lögregla mældi bíl hans á 164 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Arnarnesveg upp úr klukkan tvö í nótt. Hámarkshraði á þessum vegkafla er 70 kílómetrar á klukkustund þannig að hann var á ríflega tvöföldum hámarkshraða.

Fjórir til viðbótar voru teknir úr umferð fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×