Innlent

Talsverður erill á Akureyri

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna reykspólandi tryllitækja hér og þar í bænum með viðeigandi hávaða. Bíladagar verða haldnir þar í bæ um helgina og fóru menn að flykkjast norður á tryllitækjum sínum strax í fyrradag. Lögreglan hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum í nótt, en engin var þó tekinn úr umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×