Innlent

Dagbók Jóns Gnarrs slær í gegn á Fésbókinni

Dagbók borgarstjóra hefur heldur betur slegið í gegn á Fésbókinni. Yfir 7 þúsund manns eru orðnir aðdáendur síðunnar en borgarstjórinn, Jón Gnarr, ætlar að halda þar úti einhvers konar dagbók um um verkefni sín sem borgarstjóri.

Jón setti inn færslu eftir að hann hafði útnefnt Kristbjörgu Kjeld sem borgarlistamann Reykjavíkur í dag í Höfða. Þar segir: „var að koma úr Höfða, þar sem Kristbjörg Kjeld var gerð að borgarlistamanni. Það var gaman."

Jón segir einnig að fyrsti dagurinn sinn sem borgarstjóri hafi gengið vel. „fyrsti dagurinn gekk vel...strætisvagnar voru á áætlun, leikskólar opnuðu og allir voru glaðir....það var reyndar einn leikskólakennari með áhyggjur en þegar hann sá að það var ástæðulaust varð hann glaður....."

Hægt er að sjá síðuna hér








Fleiri fréttir

Sjá meira


×