Innlent

Skoðar skaðabótamál á hendur SP-fjármögnun

Björn Þorri Viktorsson, sem gætti hagsmuna skuldara sem var sýknaður af Hæstarétti af kröfu SP-Fjármögnunar í gær, segist vera að skoða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu fyrir hönd annarra umbjóðenda sinna.

Hann átti í dag fund með umbjóðanda sínum sem er gjaldþrota vegna aðgerða SP-Fjármögnunar. Maðurinn vill höfða skaðabótamál gegn fyrirtækinu, stjórn þess og forstjóra.

Björn Þorri er einnig að skoða hugsanlega málshöfðun gegn ráðherrum og yfirmönnum Fjármálaeftirlitsins. Hann segir fjármögnunarfyrirtækin hafa fengið frítt spil. Þau hafi fengið að vaða uppi og gengið að eignum fólks og lögregla setið aðgerðalaus hjá á meðan. Hann segir að með þessu aðgerðarleysi hafi ráðherrar viðskipta- og dómsmála þannig gefið út skotleyfi á venjulegt fólk. Sjá viðtal við Björn Þorra í myndskeiðinu hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×