Innlent

Um 20 þúsund manns fylgjast með borgarstjóra á Fésbók

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur
Um 20 þúsund manns eru orðnir aðdáendur dagbókar borgarstjóra á Fésbókinni en ekki er liðinn sólarhringur frá því síðan var stofnuð.

Jón Gnarr borgarstjóri heldur þar úti dagbók þar sem hann deilir hugsunum og pælingum með borgarbúum. Jón er veikur í dag og er ekki í vinnu, samkvæmt aðstoðarkonu hans. Í dagbókinni segir Jón að hann sé með hálsbólgu. „Vaknaði með hálsbólgu og pælingar um atferli máva. Hvernig fær maður mávana til að hætta að koma á Tjörnina og fara frekar eithvað annað?"

Fjöldinn allur af fólki gerir athugasemdir við færslur borgarstjórans. Í gærkvöldi setti borgarstjóri inn færslu þar sem hann segist ætla að skoða hvort það sé möguleiki að fá heiðurssæti fyrir „allar gömlu konurnar sem koma í peysufötum" á hátíðarhöldin á Austurvelli. „Leiðinlegt að sjá þær standa," segir Jón.

Hægt er að skoða dagbók borgarstjórans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×