Innlent

Eldsvoði: Fluttur á almenna deild í dag

Mildi þykir að ekki fór verr þegar eldur kviknaði í íbúð á neðstu hæð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti í gær.
Mildi þykir að ekki fór verr þegar eldur kviknaði í íbúð á neðstu hæð í fjölbýlishúsi við Írabakka í Breiðholti í gær. Mynd/Stefán Karlsson

Karlmaðurinn sem var fluttur á spítala með reykeitrun eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í fjölbýlishúsi við Írabakka í Reykjavík í gærkvöldi dvaldi á gjörgæsludeild í nótt. Líðan hans er ágæt, að sögn vakthafandi læknis. Maðurinn verður fluttur á almenna deild síðar í dag.

Eldurinn kom upp á tíunda tímanum og logaði töluverður eldur íbúðinni þegar slökkvilið kom á vettvang. Slökkvistarf gekk vel, en íbúðin er mikið skemmd og reykur fór um allt húsið. Talið er að eldurinn hafi kviknað í potti á eldavél.

Mynd/Sigurjón
Nágrannar sáu að kviknað var í íbúðinni og brutust þrír inn til að bjarga eldri manni sem þar býr. Maðurinn lét ekki segjast og vildi bjarga verðmætum úr íbúðinni, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. „Ég sá bara reyk. Við vorum þrír sem þurftum að taka hann út með valdi," segir Jón Birgir Ragnarsson, íbúi í Írabakka.

„Ég er bara í sjokki. Það var fullt af reyk og ég vissi ekki hvað ég átti að gera," segir Vigdís Óskarsdóttir, sem býr á efstu hæðinni í húsinu, í samtali við Fréttablaðið. Vigdís lokaðist inni ásamt ungu barni sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×