Innlent

Bensínbetlari reyndi að blekkja rithöfund

Illugi Jökulsson.
Illugi Jökulsson.

Fyrrverandi ritstjórinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson lenti í bensínbetlaranum fyrir nokkrum mánuðum en Vísir hefur greint frá manninum áður. Maðurinn betlar pening fyrir bensíni af grandlausum borgurum í því augnmiði að komast til Akraness að sinna veikri dóttur sinni.

Fjölmargir virðast hafa lent í manninum, sem er um þrítugt. Meðal þeirra er Illugi Jökulsson. Hann skrifar á Facebook-síðu sína að hann hafi orðið fyrir barðinu á manninum fyrir nokkrum mánuðum í miðborg Reykjavíkur.

Maðurinn vatt sér að honum á götuhorni og bað hann um þúsund krónur. Maðurinn beitti sömu blekkingum og áður en hann sagðist þurfa á peningnum að halda til þess að fara til Akraness og sinna veikri dóttur sinni.

Svo skrifar Illugi: „En var ekki með seðla, og lofaði að ganga í næsta hraðbanka og taka út peninga. Hann heimtaði þá að koma með mér. Það fannst mér of langt gengið, og þegar ég kom til baka með þúsundkallinn var maðurinn horfinn."

Lögreglan hefur fengið tilkynningar um athæfi mannsins en hann gengur laus.


Tengdar fréttir

Varar við manni sem sníkir bensín út úr fólki

Marteinn Hilmarsson, faðir í Reykjavík, varar við óprúttnum aðila sem reynir að sníkja bensín út úr fólki. Hann segist fyrst hafa hitt manninn fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×