Innlent

Íslensk kona í farbann - fjarstæðukennt að mati dómara

Hæstiréttur Íslands staðfesti farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir íslenskri konu sem búsett hér á landi. Konan ásamt manni sínum, sem er af erlendu bergi brotnu, eru grunuð um að hafa flutt inn fíkniefni. Konan hefur játað brot sitt en segir manninn hafa skipulagt innflutninginn.

Móðir hennar er búsett erlendis og því leit Hæstiréttur sem svo á að hún gæti flúið land og því þyrfti að tryggja nærveru hennar hér á landi.

Þessu mótmælir hinsvegar Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttadómari, og telur það beinlínis fjarstæðukennt að úrskurða konuna í farbann í ljósi þess að hún er íslenskur ríkisborgari og eigi að auki börn hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×