Innlent

Bílamarkaðurinn gæti lifnað við vegna dóms Hæstaréttar

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Dauður markaður í sölu nýrra bíla gæti lifnað við og sala notaðra bíla aukist eftir dóm hæstaréttar um ólögmæti gjaldeyrisbílalána. Ljóst er að áhrifin verða víðtæk fyrir bílamarkaðinn í heild.

Verð á notuðum bílum gæti lækkað þar sem eigendur skuldsettra bifreiða hafa gjarnan haldið verðinu uppi til að fá sem mest upp í lánin.

Bílalán sem í mörgum tilfellum hafa farið upp fyrir raunvirði bifreiða munu lækka og þannig myndast eigið fé í bílum.

Skuldsetning fyrirtækja sem hafa verið með bíla á rekstrarleigu gæti minnkað, ekki síst hjá bílaleigum þar sem þúsundir bíla eru fjármagnaðar í erlendri mynt. Þá á eftir að koma í ljós hvaða áhrif dómurinn hefur á gengisskuldbindingu fyrirtækja sem taka rekstrarleigubíla til baka í lok leigutíma.

Áhrif á vörubíla- og vinnuvélamarkaðinn gætu líka orðið töluverð. Þar hafa fjölmörg fyrirtæki farið í þrot vegna þungrar byrði gjaldeyrislána á dýrum vinnuvélum. Kröfur þessara fyrirtækja um skaðabætur vegna ólöglegra lána eru ekki ólíklegar.

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar,segir að þó áhrifin séu neikvæð fyrir fjármögnunarfyrirtæki, séu þau jákvæð þegar á heildina er litið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×