Innlent

Einn á slysadeild eftir eldsvoða í Írabakka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld sem kom upp í íbúð í Írabakka í kvöld. Einn maður var í íbúðinni og var hann fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Nokkur reykur barst út á stigagang blokkarinnar og fóru íbúar út á svalir þar sem þeir voru óhultir að sögn varðstjóra. Óljóst er um upptök eldsins en vel gekk að ráða niðurlögum hans eftir að slökkviliðið kom á vettvang. Slökkvilið vinnur nú að reykræstingu og verið er að athuga líðan annarra íbúa hússins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×