Innlent

Tilkynnti um nauðgun en ákvað að kæra ekki

Kona sem sagði lögreglu frá því að henni hafi verið nauðgað á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri á fimmta tímanum síðastliðna nótt hefur ákveðið að leggja ekki fram kæru í málinu.

Konan, sem er um tvítugt, var flutt á neyðarmóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og meintur gerandi var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar. Hann var látinn laus að yfirheyrslu lokinni og var málið rannsakað í dag.

Þeirri rannsókn telst nú lokið þar sem konan ákvað að leggja ekki fram kæru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×