Innlent

Hafís nálgast landið

Nokkur hafís er tiltölulega skammt undan norðanverðum Vestfjörðum og mun að öllum líkindum þokast nær landi.

Á gervihnattarmynd frá því í dag sést að hafístungan er um þrjátíu sjómílur norður af Hornbjargi. Að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, landfræðings, er einn hafísflekinn um 40 kílómetra breiður, en óalgengt er að svo stórir flekar rati inn í íslenska lögsögu.

Hún telur þó að flekinn muni brotna upp í öldunum þegar hann kemur að ísjaðrinum og segir afar ólíklegt að ísinn muni hafa nokkur áhrif á veðurfar, þó varasamt sé fyrir skip að sigla á slóðum íssins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×