Innlent

Samfylkingin fagnar ákvörðun ESB

Samfylkingin fagnar ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsríkjanna um að hefja aðildarviðræður við Ísland. í tilkynningu frá framkvæmdastjórn flokksins segir að ákvörðunin sé veigamikið skref í því ferli sem hófst þegar Alþingi samþykkti með lýðræðislegum hætti umsókn Íslands fyrir tæpu ári síðan.

„Íslenska þjóðin getur einungis tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild þjóni hagsmunum Íslendinga þegar samningur liggur fyrir. Mikilvægt er að áfram verði vel staðið að samningaferlinu og að þjóðin standi saman og styðji við bakið á samningafólki okkar, til að sem bestur samningur náist. Þannig er hagsmunum Íslands best þjónað," segir í tilkynningunni.

Þá er tekið fram að Samfylkingin styðji aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Aðild er mikilvægur áfangi í endurreisn Íslands eftir efnahagshrunið og markmiðið er langtímastöðugleiki í efnahagsmálum og öflugt samstarf á jafningjagrunni við nánustu nágrannaþjóðir."

Að lokum segir að með ákvörðun ESB, sem var tekin á þjóðhátíðardaginn 17. júní hafi verði enn frekar unnt að standa vörð um fullveldi Íslands á alþjóðavettvangi og treysta sjálfstæði þjóðarinnar. „Ísland mun sem fullgild aðildarþjóð, sitja við sama borð og önnur aðildarríki, þar sem ákvarðanir eru teknar um sameiginlega hagsmuni allra Evrópusambandsríkja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×