Innlent

Laxveiði byrjar vel í Borgarfirði

Yfir 60 laxar komu á land við opnun Þverár og Kjarrár í Borgarfirði. Myndin er úr safni.
Yfir 60 laxar komu á land við opnun Þverár og Kjarrár í Borgarfirði. Myndin er úr safni. Mynd/Auðunn Níelsson

Yfir 60 laxar komu á land við opnun Þverár og Kjarrár í Borgarfirði, að sögn héraðsritsins Skessuhorns, sem segir laxveiðina þar hafa byrjað frábærlega. Þegar hún hafði staðið yfir í tvo daga höfðu 30 laxar veiðst í Þverá og 20 í Kjarrá.

Níu laxar voru yfir 70 sentímetrar og greinir Skessuhorn frá því að Jón Ingvarsson hafi veitt 87 sentímetra langan lax að morgni þjóðhátíðardagsins. Annar jafn langur fiskur hafi einnig komið á land daginn áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×