Innlent

Harma yfirlýsingar varabæjarfulltrúans

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinanr í Kópavogi.
Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinanr í Kópavogi.

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi og fimm af sex efstu kjörnu fulltrúum flokksins, harma yfirlýsingar Elfar Logadóttur fyrsta varabæjarfulltrúa flokksins í Kópavogi sem sakaði forystumenn flokksins um ólýðræðisleg vinnubrögð á dögunum. Í yfirlýsingu frá hópnum eru yfirlýsingarnar harmaðaðar „og þær rangfærslur sem þar er að finna og höfnum við öllum ávirðingum um ólýðræðisleg vinnubrögð."

Þá segir að við röðun í nefndir á vegum flokksins sé ljóst að ekki sé hægt að koma til móts við kröfur allra. „Varabæjarfulltrúanum var boðin formennska í einni mikilvægustu nefnd bæjarins, félagsmálaráði frá áramótum og sæti í fleiri nefndum sem hún ekki þáði og gekk þar með á dyr," segir í yfirlýsingunni.

„Lýðræði snýst öðrum þræði um málamiðlun þegar ólík sjónarmið mætast en ekki kröfu um að heildin fylgi vilja eins aðila. Slík vinnubrögð eru ekki stunduð í Samfylkingunni í Kópavogi þar sem við höfum ávallt borið gæfu til að ræða okkur niður á sameiginlega niðurstöðu." Þá segir rauðu þráður nýs meirihluta, sem Samfylkingin er nú aðili að, verði lýðræði, gegnsæi, heiðarleiki og opin stjórnsýsla sem sýnir best þann sterka grunn lýðræðis sem Samfylkingin byggir á. „Verk okkar og vinnubrögð við stjórn bæjarins næstu fjögur árin munu bera því glöggt vitni."






Tengdar fréttir

Varabæjarfulltrúi sakar samherja um ólýðræðisleg vinnubrögð

Elfur Logadóttir, fyrsti varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, sakar samherja sína og forystumenn flokksins í bæjarfélaginu um ólýðræðisleg vinnubrögð. Hún segir þá ástunda sama vinnulag og þeir gagnrýni aðra flokka fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×