Innlent

Framvísaði vegabréfi annars manns í Leifsstöð

Vegabréf. Mynd tengist ekki beint.
Vegabréf. Mynd tengist ekki beint.
Í gær stöðvaði lögreglan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar mann sem framvísaði vegabréfi annars manns. Maðurinn var í kjölfarið kærður fyrir misnotkun skjals. Maðurinn var lagði af stað frá Osló í gær og var förinni heitið til Kanada.

Flugvélin millilenti í Keflavík og vöknuðu grunsemdir þegar maðurinn framvísaði norsku vegabréfi við landamæraeftirlitið á flugvellinum. Við nánari skoðun kom í ljós að maðurinn er ekki lögmætur handhafi vegabréfsins.

Hann var ekki með nein önnur skilríki í fórum sínum en sagðist vera frá Sómalíu. Þetta er fjórða fölsunarmálið sem upp kemur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar það sem af er júnímánuði.

Í fyrra komu upp 30 fölsunarmál en 1650 þúsund farþegar höfðu þá viðkomu á flugvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×