Innlent

Uppnám í bæjarstjórnarmálum Dalvíkurbyggðar

Mikil óvissa er komin upp í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar eftir að kjörnefnd úrskurðaði í morgun að átta vafaatkvæði í kosningunum í síðasta mánuði skyldu teljast gild en þau höfðu áður verið úrskurðuð ógild.

Við þetta hefur J-listi ekki lengur hreinan meirihluta á Dalvík þar sem einn bæjarfulltrúa hans færist yfir til Framsóknarflokks. Málsaðilar hafa nú viku til að ákveða hvort úrskurði kjörnefndar verður skotið til ráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×