Innlent

Bretar beita hugsanlega neitunarvaldi

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á sínum fyrsta fundi leiðtogaráðs ESB.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, á sínum fyrsta fundi leiðtogaráðs ESB. Mynd/AP
Bretar geta beitt neitunarvaldi og komið í veg inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Utanríkisráðherra landsins segir brýnt að fá niðurstöðu í Icesavemálið.

Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í gær að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Með ákvörðuninni færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. Bjartsýnustu menn telja að viðræðurnar geti tekið 18 til 20 mánuði.

Ríkisstjórn David Camerons getur komið í veg fyrir að Íslendingar komist í Evrópusambandið því hugsanlega mun stjórnin beita neitunarvaldi. Þetta kemur fram á vef breska dagsblaðsins Guardian. Þar er haft eftir Willliam Hague, utanríkisráðherra Breta, að brýnt sé að Íslendingar standi við lagalegar- og fjárhagslegar skuldbindingar. Þar vísar ráðherrann til Icesavedeilunnar. Geri þeir það ekki kann breska stjórnin að bregða fæti fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið, að sögn Hague.

Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ekki þurfi að segja Íslendingum að standa við skuldbindingar sínar. Forystumenn allra flokka og forseti Íslands hafi lýst því yfir, í kjölfar synjunar á Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, að Íslendingar muni ekki hlaupast undan skuldbindingum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×