Innlent

Halla Gunnarsdóttir: Réttur minn fyrir borð borinn

Boði Logason skrifar
Halla Gunnarsdóttir
Halla Gunnarsdóttir
Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og talskona í femínstafélagi Íslands, segir að hún sé mjög ósátt við að Hæstiréttur taki ekki afstöðu til þeirra röksemda sem hún lagði fyrir dóminn. Hæstiréttur vísaði frá kröfu hennar um að þinghald í máli ellefu manna sem kærðir voru fyrir kaup á vændi skuli vera opið. Af þremur dómurum, skilaði einn dómari séráliti og taldi að dómurinn ætti að taka afstöðu til málsins.

Ótrúlegt að Hæstiréttur klofnar

„Í fyrsta lagi er ótrúlegt að Hæstiréttur skuli klofna í máli sem lítur að því hvort taka eigi svona kæru fyrir eða ekki," segir Halla. „Meirihlutinn lítur algjörlega framhjá því að ég rökstuddi greinagerðina sem blaðamaður og sem talskona í femínstafélagi Íslands, en þeir setja á mig einn hatt sem er hattur hins almenna borgara og segja að almennur borgari geti ekki átt rétt á að fylgjast með sakamáli sem þessu."



Dómara að túlka hversu mikill fréttamaður þú ert


Halla segir að fréttamenn hafi áður fengið svona mál tekin fyrir í Hæstarétti og telur hún að máli hennar hafi verið vísað frá á þeirri forsendu að hún tali ekki í nafni neins sérstaks fjölmiðils. „Sem er mjög skrítið á tímum sem þessum þar sem annar hver blaðamaður er atvinnulaus. Og kemur alls ekki fram í greinagerð laganna frá 2008. Þar að auki eru fréttamenn teknir sem dæmi af þeim sem geta lagt fram svona kæru. Og þá vaknar sú spurning um hverjir aðrir eiga þá að geta gert það? Og hvort það sé dómaranna að túlka hversu mikill fréttamaður einhver getur talist?"



Réttur minn fyrir borð borinn


Höllu finnst Hæstiréttur teygja sig langt til að þurfa ekki að taka afstöðu til málsins. „Mér finnst réttur minn bara fyrir borð borinn með því að þeir taki ekki afstöðu til málsins. Þeir teygja sig svona langt í þessari túlkun því þeir vilja ekki taka afstöðu til málsins, það var var væntanlega vegna þess að þeir hefðu væntanlega staðfest þessa ákvörðun dómarans (innsk.blm. í héraði) og eiga bara erfitt með það. Því greinagerðin er bara þannig úr garði gerð hjá mér að þar kemur fram mjög góður rökstuðningur gegn þessari ákvörðun héraðsdómarans.

Standast ekki skoðun

Halla segist óttast að dómararnir hafi „eytt" málinu með tæknilegum atriðum. „Og þau standast ekki skoðun þegar betur er að gáð." Hjördís Hákonardóttir, dómari, var sú sem skilaði séráliti og telur hún að Halla geti sett fram þessa kröfu sem talskona femínistafélagsins vegna þess að það er hagsmunaaðili í þessu máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×