Fleiri fréttir

„Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu.

Fylgst með áhrifum ösku á heilsu fólks

Margir á höfuðborgarsvæðinu komu að bílum sínum öskugráum í morgun eftir að ösku frá Eyjafjallajökli sem nú berst með vindum hafði rignt niður. Ástandið er mun verra nær eldstöðvunum en sóttavarnarlæknir fylgist með áhrifum ösku á heilsu fólks. Hann telur öskuna helst valda fólki sálrænum kvölum um þessar mundir.

Þýsku orrustuþoturnar koma í dag

Sex orrustuþotur þýska flughersins lenda á Keflavíkurflugvelli nú laust fyrir klukkan eitt. Flugsveitin sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi til 25. júní.

Meirihlutaviðræður langt komnar í Kópavogi

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, lista Kópavogsbúa og Næsta besta flokksins í Kópavogi eru langt á veg komnar. Fulltrúar flokkanna funduðu í gær og búist er við áframhaldandi fundarhöldum í dag.

Fjarðabyggð: Hreinskrifa málefnasamninginn á eftir

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í Fjarðabyggð sömdu í gærkvöldi í öllum megindráttum um nýjan meirihluta. Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkur kemst í fyrsta sinn til valda í þessu stærsta sveitarfélagi Austurlands og Fjarðalistinn, sem frá upphafi hefur leitt stjórn sveitarfélagsins, fer nú í minnihluta.

Almenningur fær að taka þátt í leynifundum

Næstu daga munu borgarfulltrúar og félagar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hittast á röð leynifunda og ræða um myndun nýs meirihluta í Reykjavík. Almenningi gefst kostur á að koma sínum sjónarmiðum að í gegnum netið.

Útilokar ekki stjórnmálaslit

„Við íhugum það mjög rækilega en hröpum ekki að neinum slíkum ákvörðunum. Við gerum það að vandlega yfirförnu máli vegna þess að við viljum tala til Ísraela á eins áhrifaríkan hátt og við mögulega getum,“ segir Ögmundur Jónsson, þingmaður VG, aðspurður hvort hann vilji að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann segir að stjórnmálaslit séu ekki takmark heldur tæki til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri.

Skattalagabrotum að hluta vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá að hluta ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggvi Jónssyni vegna meintra skattalagabrota þar sem dómurinn taldi þær brjóta gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Frávísunin verður kærð til Hæstaréttar.

Jóhanna á leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sækir leiðtogafund Eystrasaltsráðsins sem haldinn er í Vilníus í Litháen, 1.-2. júní. Aðildarríki Eystrasaltsráðsins eru Norðurlöndin fimm, Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Pólland og Þýskaland, auk þess sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á aðild að ráðinu.

Mótmæltu fyrir utan Stjórnarráðið

Nokkur fjöldi fólks tók sér stöðu fyrir framan Stjórnarráðið í morgun áður en ríkisstjórnarfundur hófst. Mótmælin voru skipulögð af Heimavarnarliðinu og stóð til að afhenda ríkisstjórninni áskorun bréflega og þess jafnframt óskað að hún verði lesin upp á ríkisstjórnarfundinum, að því er fram kemur í tilkynningu. Tilgangur aðgerðanna er að mótmæla „máttlausum aðgerðum stjórnvalda við að leysa bráðavanda íslenskra heimila," eins og það er orðað.

Hjónavígslum fækkar

Talsvert færri gengu í hjónaband hér á landi í fyrra en nokkur undanfarin ár. Kirkjulegum hjónavígslum fækkar en borgaralegar hjónavígslur standa í stað. Skilnaðartíðni hefur lítið breyst hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en 36% hjónabanda enda með skilnaði.

Fimm bíla árekstur á Miklubraut

Fimm bíla árekstur varð á Miklubraut við Skaftahlíð á níunda tímanum í morgun. Bílarnir óku í vesturátt. Ekki lítur út fyrir að slys hafi orðið á fólki. Búast má við einhverjum töfum vegna þessa.

Lágur þrýstingur á heita vatninu í Kópavogi

Vegna bilunar í dreifikerfi er lágur þrýstingur á heitu vatni í neðri byggðum Kópavogs. Unnið hefur verið að viðgerð í nótt og vonast er til að henni ljúki um hádegisbil í dag.

Kona slapp ómeidd úr bílveltu

Betur fór en á horfði þegar kona missti stjórn á bíl sínum á Biskupstungnabraut við Kerið í Grímsnesi í gærkvöldi. Hún var með tvo ketti í bílnum og leit í augnablik af veginum til þess að sinna þeim í búri sínu.

Fóru létt með tólf tíma ferð

„Þetta var virkilega gaman en þetta tók líka á. Við vorum sex klukkutíma hvora leið,“ segir Magnús Pálsson, nemandi í 7. bekk Landakotsskóla, sem leiddi fjórtán bekkjarfélaga sína í hjólaferð upp í Bláfjöll í liðinni viku.

Starfa á Haíti út júnímánuð

Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar, þær Elín Jakobína Oddsdóttir og Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir, halda í dag til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí. Þær verða báðar við störf á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince út júnímánuð.

Lítil fjölgun kvenna í sveitarstjórnum

192 konur voru kjörnar í sveitarstjórnir um helgina en 320 karlar. Hlutur kvenna er því 37,5 prósent og eykst um 1,5 prósentustig á milli kosninga, var 36 prósent fyrir fjórum árum.

Sinnir fiskveiðieftirliti og dregur kafbáta

„Á stuttum tíma munum við fara um borð í tug skipa sem stunda karfaveiðar á Reykjaneshrygg. Fiskveiðieftirlit er eitt meginverkefni þessa skips, þótt það sé hluti af franska sjóhernum,“ segir Philippe Guéna, skipherra franska dráttarbátsins Malabar sem kom til hafnar í Reykjavík í liðinni viku.

Allir félagsmenn móti kröfurnar

Allir félagsmenn VR fá tækifæri til að koma að kröfugerðinni fyrir kjaraviðræðurnar sem í hönd fara. Efna á til opins vettvangs með þjóðfundarfyrirkomulagi.

Kjörstjórn bjó til óþarfa skekkju

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir óskiljanlegt hve talning kjörseðla gekk hægt í Reykjavík á kosninganótt og gagnrýnir að útstrikuð atkvæði hafi ekki verið talin með öðrum í fyrstu tölum. Hann kallar eftir samræmdum vinnubrögðum kjörstjórna í landinu.

Orgelráðgjafi Hörpu fannst látinn

Heimsfrægur organisti, sem vann sem ráðgjafi við uppsetningu orgels í tónlistarhúsið Hörpu, fannst látinn á laugardag. Organistinn, David Sanger, hafði fyrr í vikunni mætt fyrir rétt, sakaður um að hafa misnotað gróflega unga drengi árin 1978 til 1982.

Viðræður hefjast í dag um áherslurnar

Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hittust í gær og komu sér saman um röð leynifunda, sem auglýstir verða sérstaklega. Þar verði málefni væntanlegs meirihluta rædd, en lítið sem ekkert hefur verið tæpt á þeim.

Margmenni á fjölskyldudegi

Vildaráskrifendur Stöðvar 2 og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardaginn. Áætlað er að um tuttugu þúsund manns hafi verið í garðinum þegar mest var, í blíðskaparveðri. Boðið var upp á dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Íþróttaálfurinn og Solla stirða mættu úr Latabæ og léku listir sínar, Sveppi og Villi stigu á stokk, Ingó og Veðurguðirnir léku fyrir dansi og Skoppa og Skrítla kættu yngstu gestina. Ókeypis var í öll tæki og boðið var upp á pylsur og drykki með. - sh

Nýr formaður hjá SAMFOK

Guðrún Valdimarsdóttir hagfræðingur var kosin nýr formaður SAMFOK á aðalfundi félagsins á fimmtudag en Hildur B. Hafstein gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Skylt að taka sæti í bæjarstjórn

Alls óvíst er hvort Sigrún Björk Jakobsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri, geti ákveðið að hafna sæti í bæjarstjórn í ljósi mikils fylgistaps eins og hún hefur sagst ætla að gera. Samkvæmt lögum um sveitastjórnarkosningar er þeim sem býður sig fram til sveitastjórnar skylt að taka kjöri að loknum kosningum.

Siv vill íslenska fánann lengur við hún

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður vill að veitt verði rýmri heimild til þess að nota íslenska fánann þannig að hann megi blakta lengur við hún. Siv lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag að forsætisráðherra skoði málið.

Össur fordæmir framferði Ísraela

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir árás Ísraelsmanna á skipalest með hjálpargögn, sem var á leið til Gaza í nótt. Allmargir Norðurlandabúar voru um borð, Evrópuþingmenn og fulltrúar friðarhreyfinga.

Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn

Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að

Árekstur í Kömbunum

Tveir bílar, jepplingur og fólksbíll, rákust saman í Kömbunum rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi skemmdust bílarnir mikið en sem betur fer slasaðist enginn.

Frón innkallar súkkulaðikex

Kexverksmiðjan Frón hefur ákveðið í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla í varúðarskyni kexið Súkkulaði Póló vegna rangrar innihaldslýsingar. Vegna mistaka kemur ekki fram að í vörunni er undanrennuduft.

Lýst eftir Jóhanni Inga Margeirssyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Jóhanni Inga Margeirssyni, fjórtán ára gömlum til heiilis að Furugrund 4 á Akranesi. Hann sást síðast miðvikudaginn 26. maí síðastliðinn. Þá var hann klæddur í grænar hermannabuxur og hvíta Adidas peysu.

Landsmóti hestamanna frestað

Landsmóti hestamanna sem fyrirhugað var að halda í Skagafirði í sumar hefur verið frestað vegna hestapestarinnar svokölluðu, en um er að ræða nokkuð hvimleiða veirusýkingu í öndunarfærum sem lagst hefur á stóran hluta íslenska hestastofnsins.

Meint vanræksla seðlabankastjóra og forstjóra FME til saksóknara

Þingmannanefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis hefur ákveðið að senda ábendingu til ríkissaksóknara um málefni þeirra embættismanna sem rannsóknarnefnd Alþingis telji að hafi sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum í aðdraganda hrunsins.

Stimplum stolið af sýslumanni

Síðastliðinn föstudag var stolið stimplum af sýsluskrifstofunni á Ísafirði þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Lögreglan á Vestfjörðum vill koma þeim skilaboðum til þjófanna að skila umræddum stimplum.

Efnt til mótmælastöðu við utanríkisráðuneytið

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælastöðu við utanríkisráðuneytið, Rauðarárstíg 25, í dag klukkan fimm vegna árásar Ísraelsmanna á skipalest með hjálpargögn sem var á leið til Gaza í nótt. Allmargir Norðurlandabúar voru um borð, Evrópuþingmenn og fulltrúar friðarhreyfinga. Samkvæmt fréttaskeytum létu að minnsta kosti 19 lífið í árásinni. Ísland-Palestína skorar á íslensk stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Skipunartími Björns framlengdur

Björn L. Bergsson verður áfram settur ríkissaksóknari í málum sem heyra undir embætti sérstaks saksóknara. Skipunartími hans átti að renna út á morgun en hann hefur verið framlengdur til 1. janúar 2011. Björn var var settur ríkissaksóknari eftir að Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, sagði sig tímabundið frá þeim málaflokki.

Morðið í Keflavík: Rannsókn enn í fullum gangi

„Rannsókninni hefur miðað ágætlega, þetta er nú eitthvað að skýrast allt saman,“ segir Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Ellert Sævarsson, 31 árs gamall karlmaður hefur setið í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana 8. maí síðastliðinn. Enn er verið að yfirheyra hann.

Hjördís kveður Hæstarétt

Hjördís Hákonardóttir hæstaréttardómari lætur af störfum þann 1. ágúst næstkomandi á grundvelli 61. grein stjórnarskrárinnar.

Utanríkismálanefnd fundar um árás Ísraela

Utanríkismálanefnd kemur saman til fundar kvöld vegna árásar ísraelsks herskips á skipalest sem flutti neyðargögn til bágstaddra íbúa á Gaza svæðinu í Palestínu. Fundurinn var boðaður að beðni Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, og hefur stafandi formaður utanríkismálanefndar, Ögmundur Jónasson, jafnframt óskað eftir því að fram fari utandagskrárumræðu um málið á Alþingi.

Öskufjúk á Skeiðum: „Þetta er alveg magnað“

„Þetta er alveg magnað, maður sér ekki lengur útlínurnar af fjöllunum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem stödd er á Skeiðum í Árnessýslu. Þar hefur aska sem hefur legið á jörðinni þyrlast upp síðustu klukkutíma með þeim afleiðingum að skyggnið á svæðinu er mjög lélegt.

Pétur: Kattarsmölun viðhöfð á Alþingi

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðum á Alþingi að flokksræði geti eyðilagt lýðræði. Hann sagðist hneykslaður á svörum landbúnaðarráðherra og túlkaði þau sem svo að Alþingi hafi tekið ákvörðun um að hefja viðræður við Evrópusambandið um inngöngu með ólýðræðislegum hætti.

Sigrún Björk hættir í stjórnmálum

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur ákveðið í ljósi mikils fylgistaps Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum að víkja sem oddviti flokksins í bæjarfélaginu. Hún ætlar ekki taka sæti í bæjarstjórn á nýju kjörtímabili. Næsti maður á lista sjálfstæðismanna er Ólafur Jónsson.

Sjá næstu 50 fréttir