Innlent

Öskufjúk á Skeiðum: „Þetta er alveg magnað“

Boði Logason skrifar
Mikið öskufjúk er á Skeiðum
Mikið öskufjúk er á Skeiðum Mynd/Ingunn Lára

„Þetta er alveg magnað, maður sér ekki lengur útlínurnar af fjöllunum," segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem stödd er á Skeiðum í Árnessýslu. Þar hefur aska sem hefur legið á jörðinni þyrlast upp síðustu klukkutíma með þeim afleiðingum að skyggnið á svæðinu er mjög lélegt.

Hún segir að vegna öskunnar í loftinu sjáist ekki lengur í næsta bæ og ekki sé hægt að vera úti án þess að verða svartur af ösku.

Ingunn segir aðdragandann af öskufjúkinu ekki hafa verið mikinn. „Það var alveg heiðskýrt í morgun og þetta skeði bara allt í einu, á nokkrum klukkutímum." Þá eru bílar sem eru á svæðinu allir orðnir gráir af ösku og þeir sem eru í nágreninu halda sig inni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×