Innlent

Össur fordæmir framferði Ísraela

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fordæmir árás Ísraelsmanna á skipalest með hjálpargögn, sem var á leið til Gaza í nótt. Allmargir Norðurlandabúar voru um borð, Evrópuþingmenn og fulltrúar friðarhreyfinga.

„Samkvæmt fréttaskeytum létu að minnsta kosti 19 lífið í árásinni," segir í tilkynningunni og þess getið að utanríkisráðherra taki undir kröfur, m.a. Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, að árásin verði rannsökuð í þaula. Ekki sé hægt að þola að Ísraelar beiti ítrekað valdi með þessum hætti.

„Gaza er í raun risastórt fangelsi þar sem alþjóðalög eru brotin á íbúunum. Þessu verður að linna," sagði ráðherra. Þá krefjast íslensk stjórnvöld þess að Ísrael aflétti herkvínni gegn Gaza nú þegar.

Utanríkisráðherra mótmælir framgöngu Ísraela harðlega í bréfi til utanríkisráðherra Ísraels og hafa stjórnvöld óskað eftir fundi vegna málsins með sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi sem starfar í Osló. Þá fagnar ráðherra því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætli að taka málið til umfjöllunar í New York síðar í dag.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.