Innlent

Sigrún Björk hættir í stjórnmálum

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur ákveðið í ljósi mikils fylgistaps Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum að víkja sem oddviti flokksins í bæjarfélaginu. Hún ætlar ekki taka sæti í bæjarstjórn á nýju kjörtímabili. Næsti maður á lista sjálfstæðismanna er Ólafur Jónsson.

Sigrún Björk hefur setið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin ár. Hún tók við sem bæjarstjóri þegar Kristján Þór Júlíusson var kjörinn á þing eftir kosningarnar 2007.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þremur bæjarfulltrúum í kosningunum á laugardaginn. Fór úr fjórum í einn.

„Niðurstaða kjósenda er skýr. L-listinn vann frábæran og sögulegan kosningasigur. Ég óska þeim innilega til hamingju með sigurinn og bæjarfulltrúum listans velfarnaðar í sínum störfum," segir Sigrún Björk í tilkynningu.

„Ég kveð bæjarstjórn Akureyrar sátt og er stolt af því sem hefur áunnist á þeim átta árum sem ég hef setið í bæjarstjórn. Nú finnst mér rétt að nýr aðili taki við keflinu. Ólafur Jónsson mun taka sæti mitt í bæjarstjórn. Þar er góður maður á ferð, sem og aðrir frambjóðendur á lista flokksins."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×