Innlent

Almenningur fær að taka þátt í leynifundum

Jón Gnarr, formaður Besta flokksins. Næstu daga munu borgarfulltrúar og félagar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hittast á röð leynifunda og ræða um myndun nýs meirihluta í Reykjavík.
Jón Gnarr, formaður Besta flokksins. Næstu daga munu borgarfulltrúar og félagar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hittast á röð leynifunda og ræða um myndun nýs meirihluta í Reykjavík. Mynd/Daníel Rúnarsson
Næstu daga munu borgarfulltrúar og félagar Besta flokksins og Samfylkingarinnar hittast á röð leynifunda og ræða um myndun nýs meirihluta í Reykjavík. Almenningi gefst kostur á að koma sínum sjónarmiðum að í gegnum netið.

Formlegar málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Besta flokknum að á morgunfundi oddvita Samfylkingarinnar, Dags B. Eggertssonar, og eins af efstu mönnum af lista Besta flokksins, Óttarrs Proppé, voru lögð drög að stundaskrá þeirrar vinnu sem framundan er. „Komist var að samkomulagi um að vinnan færi fram í formi leynifunda."

Af þessu tilefni hefur verið opnaður vefurinn „Betri Reykjavík", www.betrireykjavik.is, þar sem Reykvíkingum gefst kostur á að koma á framfæri tillögum sínum og hugmyndum við þá sem sitja fundina. Verða umræður á vefsíðunni hafðar til hliðsjónar á fundunum.

Þá segir í fréttatilkynningunni: „Í ljósi reynslunnar, og þess að nýtt fólk er að mæta til starfa í borgarstjórn, ætla Besti flokkurinn og Samfylkingin að taka góðan tíma í viðræðurnar. Þau biðja því fjölmiðlana um að gefa sér og íbúum borgarinnar næði til þess að setja saman trausta málaskrá um betri Reykjavík næstu fjögur árin."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×