Innlent

Skylt að taka sæti í bæjarstjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigrún Björk Jakobsdóttir getur ekki hætt í bæjarstjórn af pólitískum ástæðum.
Sigrún Björk Jakobsdóttir getur ekki hætt í bæjarstjórn af pólitískum ástæðum.
Alls óvíst er hvort Sigrún Björk Jakobsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri á Akureyri, geti ákveðið að hafna sæti í bæjarstjórn í ljósi mikils fylgistaps eins og hún hefur sagst ætla að gera. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum og lögum um sveitastjórnarkosningar er þeim sem býður sig fram til sveitastjórnar skylt að taka kjöri að loknum kosningum.

„Viðmiðið er að það þurfa að vera einhver lögmæt forföll til þess að þú getir vikið úr sveitastjórn hvort sem það er tímabundið eða til loka kjörtímabils," segir Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann segir að sveitastjórnarlögin geri ekki ráð fyrir að menn víki sæti af pólitískum ástæðum, líkt og rætt hefur um t.d. í tilfelli Sigrúnar Bjarkar.

Trausti Fannar segir hins vegar að það sé sveitastjórnanna sjálfra að meta hvort forföll séu lögmæt eða ólögmæt og í framkvæmd hafi þetta verið túlkað mjög frjálslega hingað til. Það séu vissulega dæmi þess efnis að menn hafi vikið úr sæti í sveitarstjórnum. Dæmi um slikt er þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson viku úr sæti í borgarstjórn eftir að hafa náð kjöri á Alþingi.




Tengdar fréttir

Sigrún Björk hættir í stjórnmálum

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur ákveðið í ljósi mikils fylgistaps Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum að víkja sem oddviti flokksins í bæjarfélaginu. Hún ætlar ekki taka sæti í bæjarstjórn á nýju kjörtímabili. Næsti maður á lista sjálfstæðismanna er Ólafur Jónsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×