Innlent

Frón innkallar súkkulaðikex

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kexverksmiðjan Frón hefur ákveðið í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla í varúðarskyni kexið Súkkulaði Póló vegna rangrar innihaldslýsingar. Vegna mistaka kemur ekki fram að í vörunni er undanrennuduft.

Varan getur verið varasöm fyrir þá neytendur sem þjást af mjólkuróþoli eða ofnæmi fyrir mjólkurafurðum en er fullkomlega örugg til neyslu fyrir þá sem þola mjólkurafurðir.

Hægt er skila vörunni í verslunum þar sem hún var keypt og hjá Frón, Tunguháls 11, Reykjavík, milli 9 og 15 alla virka daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×