Innlent

Pétur: Kattarsmölun viðhöfð á Alþingi

Pétur Blöndal þingmaður er hneykslaður á landbúnaðarráðherra.
Pétur Blöndal þingmaður er hneykslaður á landbúnaðarráðherra. Mynd/Valgarður Gíslason

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðum á Alþingi að flokksræði geti eyðilagt lýðræði. Hann sagðist hneykslaður á svörum landbúnaðarráðherra og túlkaði þau sem svo að Alþingi hafi tekið ákvörðun um að hefja viðræður við Evrópusambandið um inngöngu með ólýðræðislegum hætti.

Pétur spurði landbúnaðarráðherra hvort gera þyrfti breytingar á landbúnaðarkerfinu áður en aðildarviðræður hefjist við Evrópusambandið og hvort ráðherrann ynni að því að koma Ísland í Evrópusambandið.

Hann sagði að Vinstri grænir væru mótfallnir inngöngu í Evrópusambandið en hefðu engu að síður samþykkt að Ísland hæfi aðildarviðræður. „Mér finnst þetta mjög alvarlegt," sagði hann og bætti við að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hafi einmitt sagt í ræðustól að svokölluð kattarsmölun væri viðhöfð á Alþingi.

Jón ósammála túlkun Péturs

Jón var ósammála túlkun Péturs á hans eigin orðum og sagðist hafa greitt atkvæði gegn aðild að Evrópusambandinu. „Það sýnir að það var ekki flokksræði," sagði Jón. Þá sagði hann að þingmenn beri ábyrgð á sínum atkvæðum.

„Ég sem ráðherra vinn samkvæmt samþykktum Alþingis. Mín skoðun á þessu máli er óbreytt," sagði hann við spurningu Péturs, hvort Jón ynni að því koma Íslandi í Evrópusambandið.

Jón sagði að ekki yrðu gerðar breytingar á landbúnaðarkerfinu til þess að mæta kröfum Evrópusambandsins áður en aðildarviðræður hefjist eða á meðan þeim stendur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×