Fleiri fréttir

Landsmót hestamanna líklega blásið af

Landsmót hestamanna sem fyrirhugað er í Skagafirði verður líklega blásið af. Þetta segir Sigurður Ævarsson, mótsstjóri Landsmóts hestamanna. Ef mótinu verður aflýst tapast milljarðar króna í formi gjaldeyristekna.

Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða

„Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins.

Steinunn Valdís segir af sér

Steinunn Valdís Óskardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði af sér þingmennsku í upphafi Alþingis í dag, líkt og hún boðaði á fimmtudaginn.

Ölfus: A-listi og Framsókn ræða saman

A-listi, klofningsframboð sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Ölfusi, og Framsóknarflokkur, hófu í morgun viðræður um myndun nýs meirihluta. Sjálfstæðisflokkur var áður með hreinan meirihluta í Ölfusi, fjóra bæjarfulltrúa af sjö, en flokkurinn klofnaði í aðdraganda kosninganna þegar oddvita listans, Ólafi Áka Ragnarssyni, var sagt upp starfi bæjarstjóra.

Lýst eftir 12 ára dreng

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Lórens Sóloni Elfari Sighvatssyni til heimilis að Leifsgötu í Reykjavík. Hann er 12 ára gamall, 170 cm á hæð, grannur og með ljós hár og var síðast klæddur í dökkbláar gallabuxur og í bláa hettupeysu.

Funda um fyrirkomulag viðræðnanna

Forysta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík ákveður á fundi í dag hvernig staðið verður að áframhaldandi viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í borginni.

Ræða meirihlutamyndun í Grindavík

Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ræða nú saman um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti framsóknarmanna, segir að stefnumál framsóknar- og sjálfstæðismanna fari vel saman og á sérstaklega í skólamálum og málefnum fatlaðra. Því hafi verið eðlilegt að líta til Sjálfstæðisflokksins varandi meirihlutasamstarf.

Oddviti Samfylkingar: „Ég er mjög bjartsýn“

„Það hafa ekki komið upp nein ágreiningsmál enn þá," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi í samtali við Vísi.is. Viðræður milli Samfylkingar, Næst besta flokknum, Lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna munu halda áfram í dag um hugsanlegt meirihlutasamstarf. Það yrði í fyrsta skiptið í tuttugu ár sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fara ekki með völd í bænum, ef flokkarnir ná að mynda meirihluta.

Ísafjörður: Framsókn vill auglýsa embætti bæjarstjóra

Framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi með sjálfstæðismönnum að starf bæjarstjóra verði auglýst, að sögn Albertínu Elíasdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokkanna hittust í gær til að ræða framhaldið og er ákveðið að þeir hittist aftur síðdegis í dag.

Stefnir í nýjan meirihluta í Fjarðabyggð

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í Fjarðabyggð hafa hafið formlegar viðræður um meirihlutasamstarf í þessu fjölmennasta sveitarfélagi Austurlands. Fulltrúar flokkanna hófu þreifingar um samstarf þegar í gærmorgun og er ákveðið að þeir fundi í dag, að sögn Jens Garðars Helgasonar, oddvita D-listans.

Einar Örn heldur sig til hlés

Einar Örn Benediktsson, annar maður á lista Besta flokksins og verðandi borgarfulltrúi, tekur ekki þátt í viðræðum um að mynda meirihluta í Reykjavik.

Foreldraverðlaunin afhent á morgun

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn á morgun. Að þessu sinni bárust 38 tilnefningar til Foreldraverðlaunanna. Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra verða veitt ein hvatningarverðlaun og tvenn dugnaðarforkaverðlaun.

Vill að Dagur víki

Karl Th. Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti flokksins í Reykjavík, víki í ljósi slæmra úrslita í kosningunum um helgina. Karl segir að úrslitin séu þau langverstu í sögu Samfylkingarinnar.

Ráðherra kynnir áform um greiðsluþáttöku þunglyndislyfja

Heilbrigðisráðherra kynnir í dag á blaðamannafundi áform um greiðsluþátttöku þunglyndislyfja. Auk ráðherra og sérfræðinga á sviði lyfjamála verður fyrir svörum á fundinum Páll Matthíasson, yfirmaður geðsviðs Landspítala.

Björgunarsveitir leituðu að konu á Austurlandi

Landhelgisgæslan sendi þyrlu til leitar að bandarískri stúlku sem saknað var frá Borgarfirði eystri í nótt. Ekki kom þó til þess að þyrlan hæfi leit þar sem konan fannst þegar Gæslumenn voru að taka eldsneyti á Egilsstöðum áður en leit átti að hefjast.

Ungliðar vilja að Guðmundur segi af sér þingmennsku

Ummæli Guðmundar Steingrímssonar þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa vakið viðbrögð flokksfélaga hans í Skagafirði og í Húnavatnssýslum. Guðmundur gagnrýndi nokkuð forystu flokksins í viðtölum eftir kosningar og segja flokksfélagar hans í yfirlýsingum að hann hafi ýjað að því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður framsóknar ætti að víkja.

Þyrla sótti veikan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi með skipverja af þýska togaranum Kiel sem var að veiðum við A-Grænland eða um 480 sml frá Garðskaga þegar skipverjinn fékk slæman brjóstverk síðdegis á laugardag.

Dagur og Jón funda um samstarf í dag

Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekkert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra.

Allir flokkarnir tapa fylgi

Útkoma allra fjögurra stóru flokkanna í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag er lakari en úr sveitarstjórnarkosningunum 2006, samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Miðað er við meðaltal atkvæða flokkanna í öllum sveitarfélögum sem þeir buðu fram í undir eigin nafni.

Vilja alla flokka í meirihlutasamstarf

Fulltrúar þeirra þriggja flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hittust á óformlegum fundum í gær. Heimildir Fréttablaðsins herma að Vinstri græn hafi stungið upp á að komið yrði á fót stjórn allra flokkanna.

Vill viðhalda íslömskum einkennum

Sulaiman Abdullah Alshiddi í Sádi Arabíu og Hussein Al Daoudi í Svíþjóð hafa sett á laggirnar sjálfseignarstofnunina The Islamic Endowment in Iceland.

Gagnrýnir forystu Framsóknarflokks

Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins segir forystu Framsóknarflokksins bera verulega ábyrgð á slöku gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn náði einungis manni inn í Kópavogi og á Álftanesi.

Þriðjungur landsmanna er í skóla

Um þriðjungur landsmanna er í skóla af einhverju tagi, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Alls eru 107.012 nemendur á landinu öllu, en landsmenn eru 317.593.

Kannanirnar ofmátu fylgi Besta flokksins

Skoðanakönnun Capacent Gallup sem birt var í Ríkissjónvarpinu á föstudag komst næst úrslitum sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík af þeim könnunum sem birtar voru opinberlega dagana fyrir kosningarnar.

Erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann

„Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn.“ Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu.

M-listinn fékk mann

Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hélt meirihluta sínum og bætti við sig manni og er nú með fimm menn í bæjarstjórn. M-listi fólksins í bænum náði Ragnýju Þóru Guðjohnsen inn í bæjarstjórn en hún hefur verið varabæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í tvö kjörtímabil. Samfylkingin náði einum manni inn en Framsókn engum.

Ánægður í ljósi atlögu ráðherra VG

Sjálfstæðisflokkurinn heldur hreinum meirihluta og sjö bæjarfulltrúum af ellefu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar eftir kosningarnar á laugardag. „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu í ljósi þeirrar hörðu atlögu sem við urðum fyrir á síðustu vikum,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna.

Virkjunarsinnar sigruðu í Árnessýslu

Tekist var á um virkjanir í neðri Þjórsá í kosningum í tveimur sveitahreppum í Árnessýslu, í Flóahreppi og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og hlutu framboð, sem sérstaklega voru stofnuð gegn áformuðum virkjunum, aðeins einn fulltrúa í hvoru sveitarfélagi.

Óformlegar þreifingar í Hafnarfirði

Óformlegar þreifingar hafa verið í gangi í Hafnarfirði í dag um myndun nýs meirihluta en oddviti Vinstri grænna vill engu svara um hvort flokkurinn leiti til Sjálfstæðismanna eða Samfylkingar.

Þreifingar byrjaðar í Reykjavík

Eftir söguleg úrslit kosninganna í gær með sex kjörna fulltrúa hefur Besti flokkurinn framtíð Reykjavíkurborgar í hendi sér, en alls óvíst er hvort myndaður verði meirihluti.

Nýr meirihluti myndaður á Akranesi

Búið er að handsala samkomulag á milli Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar á Akranesi, um að stefna að myndun nýs meirihluta þar í bæ. Fyrst þarf þó að komast að samkomulagi um málefnasamning og eftir að flokkarnir hafa sæst á slíkan samning þá er hægt að tilkynna formlega nýjan meirihluta.

Langflestar útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokknum

Alls strikuðu 4471 kjósandi út nöfn á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eða breyttu sætaskipan. Það voru alls 6915 breytingar gerðar á kjörseðlum í kosningunum í gær. Þannig að rúmlega 64 prósent breyttra kjörseðla tilheyra Sjálfstæðisflokknum.

Þýski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu

Flugsveit frá þýska flughernum sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá 7.-25. júní . Sveitin verður hér stödd í boði íslenskra stjórnvalda og starfar í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland.

Jón er með hjartað á réttum stað - myndband

Þorsteinn Guðmundsson skipar 14.sæti á lista Besta Flokksins. Við hittum hann á kosningavöku flokksins í gærkvöldi rétt eftir að Jón Gnarr kom í hús. Hann sagðist ekki hafa fylgst með fyrstu tölum og hann hefði engann áhuga á að sitja í nefndum fyrir flokkinn. Hann sagði fólk hafa kosið Jón vegna þess að það treysti honum. Hann segir að Jón verði öðruvísi borgarstjóri.

Besti flokkurinn fundar um næstu skref

Besti flokkurinn er að fara að funda um næstu skref í borgarstjórn en flokkurinn stendur óvænt með pálmann í höndunum eða sex borgarfulltrúa kjörna. Í Silfri Egils í hádeginu sagði Jón Gnarr, oddviti flokksins, að hann þyrfti að tala við sína flokksmenn áður en næstu skref yrðu ákveðin en sá fundur hófst fyrir stundu.

Hanna Birna ætlar ekki í formannsframboð

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki ætla bjóða sig fram til formanns á aðalafundi Sjálfstæðisflokksins í júní. Þetta sagði hún í Silfri Egils.

Dagur gerir ekki kröfu um borgarstjórastólinn

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, er ekki á leið úr borgarstjórnarpólitíkinni þrátt fyrir að flokkur hans hafi beðið afhroð. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að ræða við Jón Gnarr í dag um meirihlutasamstarf og gerir ekki kröfu um borgarsstjórastólinn.

Sigrún Björk segir árangur L-listans glæsilegan

„Mín fyrstu viðbrögð eru bara hamingjuóskir til l listans,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. „Þetta var glæsileg kosning og flottur sigur hjá þeim,“ segir Sigrún Björk í samtali við Vísi. L-listinn fékk 6 menn kjörna á meðan að önnur framboð fengu einn mann hver.

Vill fá sér latte áður en næstu skref verða ákveðin

„Ég þarf bara að tala við Óttar og Einar og fá mér Latte áður,“ sagði Jón Gnarr í Silfri Egils spurður hver næstu skref Besta flokksins verða í borgarstjórn en eins og kunnugt er hlaut flokkurinn flesta borgarfulltrúa eða sex talsins. Hann áréttaði þó það sem hann hefur alltaf sagt, Besti flokkurinn er til í að vinna með öllum.

Sjá næstu 50 fréttir