Innlent

Landsmóti hestamanna frestað

Landsmóti hestamanna sem fyrirhugað var að halda í Skagafirði í sumar hefur verið frestað vegna hestapestarinnar svokölluðu, en um er að ræða nokkuð hvimleiða veirusýkingu í öndunarfærum sem lagst hefur á stóran hluta íslenska hestastofnsins.

Ákvörðunin var tekin á fundi fag- og hagsmunaðila með fulltrúa landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins eftir hádegi. Haft var eftir Haraldi Þórarinssyni, formanni stjórnar landsmótsins, í Ríkisútvarpinu að þetta hefði verið erfið en nauðsynleg ákvörðun.

Sigurður Ævarsson, mótsstjóri Landsmóts hestmanna, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fyrr í dag að þeir fjármunir sem tapast vegna þessa ákvörðunar hlaupi á milljörðum króna í formi gjaldeyristekna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×