Innlent

Starfa á Haíti út júnímánuð

Elín og Oddfríður eiga erfiða en gefandi daga fyrir höndum.
mynd/rauði krossinn
Elín og Oddfríður eiga erfiða en gefandi daga fyrir höndum. mynd/rauði krossinn
Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar, þær Elín Jakobína Oddsdóttir og Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir, halda í dag til starfa fyrir Rauða krossinn á Haítí. Þær verða báðar við störf á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince út júnímánuð.

Elín mun starfa sem bráðahjúkrunarfræðingur en Oddfríður sem deildarhjúkrunarfræðingur. Fyrir á sjúkrahúsinu er Margrét Rögn Hafsteinsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Bjarni Árnason bráðalæknir.

Með Elínu og Oddfríður eru 19. og 20. hjálparstarfsmennirnir sem Rauði kross Íslands sendir til Haítí í kjölfar jarðskjálftans mikla sem reið yfir 12. janúar með skelfilegum afleiðingum fyrir land og þjóð. - shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×