Hjónavígslum fækkar 1. júní 2010 09:40 Nær 83% allra hjónaefna bjuggu saman áður en þau festu ráð sitt. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Talsvert færri gengu í hjónaband hér á landi í fyrra en nokkur undanfarin ár. Kirkjulegum hjónavígslum fækkar en borgaralegar hjónavígslur standa í stað. Skilnaðartíðni hefur lítið breyst hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en 36% hjónabanda enda með skilnaði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar gengu 1.480 pör í hjónaband á Íslandi árið 2009. Er það talsverð fækkun miðað við fyrri ár. Árið 2008 gengu 1.704 pör í hjónaband og 1.797 árið 2007. Aldrei hafa fleiri gengið í hjónaband hér á landi en árið 2007.Kirkjulegum hjónavígslum fækkar Fækkun hjónavígslna er eingöngu bundin kirkjulegum vígslum, en þeim fækkaði um 243 frá 2008 til 2009. Borgarlegar vígslur hafa hins vegar aðeins einu sinni verið fleiri á einu ári. Þær voru 352 árið 2009, einni færri en árið 2007 þegar þær voru flestar. Í fyrra staðfestu 20 pör samvist sína, 10 pör karla og 10 pör kvenna. 1.735 pör skráðu sig í óvígða sambúð, þar af 1.717 af gagnstæðu kyni og 18 af sama kyni (fimm pör karla og 13 pör kvenna). Lögskilnaðir voru 550 á árinu og níu pör í staðfestri samvist skildu að lögum. 715 pör skráðu sig úr sambúð, þar af 703 af gagnstæðu kyni og 12 af sama kyni. Langflest hjónabönd eiga sér stað að undangenginni óvígðri sambúð, en nær 83% allra hjónaefna bjuggu saman áður en þau festu ráð sitt. Árið 2009 skráðu 1.717 pör af gagnstæðu kyni sig í óvígða sambúð hjá Þjóðskrá. Þetta samsvarar 5,4 af hverjum 1.000 íbúum. Nýskráningar sambúðar reiknast því vera heldur fleiri en hjónavígslur sem voru 4,6 af hverjum 1.000 íbúum árið 2009. Einstaklingar eru talsvert yngri við stofnun sambúðar en hjúskapar. Meðalaldur karla við stofnun sambúðar var 29,5 ár en kvenna 27,3 ár. Meðalgiftingaraldur áður ókvæntra karla var hins vegar 34,5 ár og kvenna 31,8 ár árið 2009.36% hjónabanda enda með skilnaði Árið 2009 urðu 550 lögskilnaðir, en það jafngildir 1,7 lögskilnaði á hverja 1.000 íbúa. Skilnaðartíðnin hefur lítið breyst undanfarinn aldarfjórðung. Erfitt er að leggja mat á hlutfall hjónabanda sem enda með skilnaði, enda er aðeins vitað um skilnaði sem þegar hafa orðið. Með því að skoða uppsafnað skilnaðarhlutfall eftir lengd hjónabands á viðmiðunarárinu má þó áætla að tæplega 36% hjónabanda á Íslandi endi með skilnaði.Sambúð varir skemur en hjónaband Árið 2009 slitu 703 pör sambúð samkvæmt bráðabirgðatölum. Í meira en helmingi tilvika (51,5%) hafði sambúð staðið skemur en þrjú ár þegar henni var slitið. Sambúð varir talsvert skemur en hjónaband en 12,9% hjónabanda höfðu staðið skemur en þrjú ár þegar lögskilnaður fór fram. Hjónabönd sem enduðu með lögskilnaði árið 2009 höfðu að meðaltali enst í 13,3 ár. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Talsvert færri gengu í hjónaband hér á landi í fyrra en nokkur undanfarin ár. Kirkjulegum hjónavígslum fækkar en borgaralegar hjónavígslur standa í stað. Skilnaðartíðni hefur lítið breyst hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en 36% hjónabanda enda með skilnaði. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar gengu 1.480 pör í hjónaband á Íslandi árið 2009. Er það talsverð fækkun miðað við fyrri ár. Árið 2008 gengu 1.704 pör í hjónaband og 1.797 árið 2007. Aldrei hafa fleiri gengið í hjónaband hér á landi en árið 2007.Kirkjulegum hjónavígslum fækkar Fækkun hjónavígslna er eingöngu bundin kirkjulegum vígslum, en þeim fækkaði um 243 frá 2008 til 2009. Borgarlegar vígslur hafa hins vegar aðeins einu sinni verið fleiri á einu ári. Þær voru 352 árið 2009, einni færri en árið 2007 þegar þær voru flestar. Í fyrra staðfestu 20 pör samvist sína, 10 pör karla og 10 pör kvenna. 1.735 pör skráðu sig í óvígða sambúð, þar af 1.717 af gagnstæðu kyni og 18 af sama kyni (fimm pör karla og 13 pör kvenna). Lögskilnaðir voru 550 á árinu og níu pör í staðfestri samvist skildu að lögum. 715 pör skráðu sig úr sambúð, þar af 703 af gagnstæðu kyni og 12 af sama kyni. Langflest hjónabönd eiga sér stað að undangenginni óvígðri sambúð, en nær 83% allra hjónaefna bjuggu saman áður en þau festu ráð sitt. Árið 2009 skráðu 1.717 pör af gagnstæðu kyni sig í óvígða sambúð hjá Þjóðskrá. Þetta samsvarar 5,4 af hverjum 1.000 íbúum. Nýskráningar sambúðar reiknast því vera heldur fleiri en hjónavígslur sem voru 4,6 af hverjum 1.000 íbúum árið 2009. Einstaklingar eru talsvert yngri við stofnun sambúðar en hjúskapar. Meðalaldur karla við stofnun sambúðar var 29,5 ár en kvenna 27,3 ár. Meðalgiftingaraldur áður ókvæntra karla var hins vegar 34,5 ár og kvenna 31,8 ár árið 2009.36% hjónabanda enda með skilnaði Árið 2009 urðu 550 lögskilnaðir, en það jafngildir 1,7 lögskilnaði á hverja 1.000 íbúa. Skilnaðartíðnin hefur lítið breyst undanfarinn aldarfjórðung. Erfitt er að leggja mat á hlutfall hjónabanda sem enda með skilnaði, enda er aðeins vitað um skilnaði sem þegar hafa orðið. Með því að skoða uppsafnað skilnaðarhlutfall eftir lengd hjónabands á viðmiðunarárinu má þó áætla að tæplega 36% hjónabanda á Íslandi endi með skilnaði.Sambúð varir skemur en hjónaband Árið 2009 slitu 703 pör sambúð samkvæmt bráðabirgðatölum. Í meira en helmingi tilvika (51,5%) hafði sambúð staðið skemur en þrjú ár þegar henni var slitið. Sambúð varir talsvert skemur en hjónaband en 12,9% hjónabanda höfðu staðið skemur en þrjú ár þegar lögskilnaður fór fram. Hjónabönd sem enduðu með lögskilnaði árið 2009 höfðu að meðaltali enst í 13,3 ár.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira