Innlent

Vilja að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við Ísrael

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir óskaði eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis og hefst fundurinn klukkan korter yfir sex. Mynd/ Vilhelm.
Birgitta Jónsdóttir óskaði eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis og hefst fundurinn klukkan korter yfir sex. Mynd/ Vilhelm.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, vill að Íslendingar slíti stjórnmálasambandi við Ísrael.

Utanríkismálanefnd Alþingis fundur núna í kvöld um árásir Ísraela á skipalest á leið til Gaza með hjálpargögn þar sem fjöldi manna voru drepnir og fjölmargir særðir. Um borð í skipalestinni voru, meðal annara, nóbelsverðlaunahafi, aðgerðasinnar og þingmenn frá Bretlandi, Írlandi, Alsír, Kúvæt, Grikklandi og Tyrklandi og fleiri löndum.

Fjöldi fólks kom saman til að mótmæla árásum Ísraela. Mynd/ AFP.

Árásunum hefur víða verið mótmælt í dag. Meðal annars í Svíþjóð þar sem um 7000 mótmælendur komu saman við Sergelstorg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×