Innlent

Utanríkismálanefnd fundar um árás Ísraela

Mynd/Stefán Karlsson

Utanríkismálanefnd kemur saman til fundar kvöld vegna árásar ísraelsks herskips á skipalest sem flutti neyðargögn til bágstaddra íbúa á Gaza svæðinu í Palestínu.

Fundurinn var boðaður að beðni Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, og hefur stafandi formaður utanríkismálanefndar, Ögmundur Jónasson, jafnframt óskað eftir því að fram fari utandagskrárumræðu um málið á Alþingi.




Tengdar fréttir

Öryggisráð SÞ kemur saman

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman seinnipartinn í dag vegna aðgerða ísraelska flotans í nótt þegar þeir felldu að minnsta kosti 19 menn um borð í skipi sem sigldi með hjálpargögn til Gaza. Skipalest með um tíuþúsund tonn af hjálpargögnum sigldi frá Kýpur áleiðis til Ísrael en til stóð að dreifa hjálpargögnunm á Gaza svæðinu.

Ísraelar ráðast á skipalest - 14 skipverjar fallnir

Herskip frá ísraleska flotanum hefur ráðist á eitt af þeim sex skipum sem er á leið til Gazasvæðisins með neyðaraðstoð handa íbúum þess. Ísraelska sjónvarpsstöðin Channel 10 segir að 14 manns hafi farist í árásinni.

Henning Mankell var um borð í einu skipanna

Sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell var um borð í einu skipanna sem ísraelski herinn stöðvaði í nótt þegar skipin voru á leið með hjálpargögn á Gaza. Þetta staðfestir talsmaður Mankells sem segist ekki hafa náð í hann síðan árásin var gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×