Innlent

Kjörstjórn bjó til óþarfa skekkju

Ólafur Þ.Harðarson
Ólafur Þ.Harðarson
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir óskiljanlegt hve talning kjörseðla gekk hægt í Reykjavík á kosninganótt og gagnrýnir að útstrikuð atkvæði hafi ekki verið talin með öðrum í fyrstu tölum. Hann kallar eftir samræmdum vinnubrögðum kjörstjórna í landinu.

Ólafur segir óþarft að beita aðferð sem býr til skekkju eins og kjörstjórnin í Reykjavík gerði þegar hún hélt kjörseðlum með útstrikunum utan við fyrstu tölur.

Rökin fyrir því að birta tölur áður en talningu lýkur séu þau að veita almenningi upplýsingar og það þurfi þá að vera marktækar upplýsingar. Engin ástæða hafi verið til að taka breyttu seðlana frá. Vegna þess hve útstrikanir voru margar og hve ójafnt þær dreifðust hafi fyrstu tölur gefið óljósa mynd af stöðu flokkanna. Talsverð breyting varð þegar næstu tölur birtust en þá voru liðnar meira en þrjár klukkustundir frá lokun kjörstaða.

Ólafur segir að kjörstjórnir leggi mikla áherslu á að lagalegum skilyrðum sé fullnægt og það takist yfirleitt vel. Hins vegar virðist þær ekki átta sig á að við lifum í upplýsingasamfélagi. Kjörstjórnir þurfi að leggja áherslu á að sinna vel upplýsingaskyldu við almenning. - pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×