Innlent

Nýr formaður hjá SAMFOK

Guðrún Valdimarsdóttir
Tekur við formennsku í samtökum foreldra grunnskólabarna.
mynd/samfok
Guðrún Valdimarsdóttir Tekur við formennsku í samtökum foreldra grunnskólabarna. mynd/samfok
Guðrún Valdimarsdóttir hagfræðingur var kosin nýr formaður SAMFOK á aðalfundi félagsins á fimmtudag en Hildur B. Hafstein gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

SAMFOK eru samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík og annast upplýsingar og ráðgjöf um skóla- og uppeldismál til foreldrafélaga og annarra. Helstu markmið samtakanna eru að standa vörð um réttindi barna til menntunar og beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×