Útilokar ekki stjórnmálaslit 1. júní 2010 11:18 „Stjórnmálaslit eru ekki takmark í sjálfu sér heldur tæki til að ná fram tilteknum áhrifum,“ segir Ögmundur. Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Við íhugum það mjög rækilega en hröpum ekki að neinum slíkum ákvörðunum. Við gerum það að vandlega yfirförnu máli vegna þess að við viljum tala til Ísraela á eins áhrifaríkan hátt og við mögulega getum," segir Ögmundur Jónsson, þingmaður VG, aðspurður hvort hann vilji að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann segir að stjórnmálaslit séu ekki takmark heldur tæki til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar í hádeginu um árásir Ísraela á skipalest á leið til Gaza með hjálpargögn þar sem fjöldi manna voru drepnir og fjölmargir særðir. Síðar í dag fer fram utandagskrárumræða um málið á Alþingi.Góður fundur Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í gærkvöldi um árásina að beiðni Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, kom á fundinn og þá sat Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Össur hefur fordæmt árásina og sagt hana vera svívirðilega. Ögmundur segir að fundurinn hafi verið góður. Hann vonast til þess að nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu á eftir. Fordæmi sé fyrir því að utanríkismálanefnd þingsins tali einni röddu í málefnum Ísraels og Palestínu.Ekki takmark heldur tæki „Stjórnmálaslit eru ekki takmark í sjálfu sér heldur tæki til að ná fram tilteknum áhrifum. Ef við getum gert það með einhverjum öðrum hætti þá hljótum við að skoða það," segir Ögmundur. „Það er mikill samhljómur um að fordæma þessar árásir og grípa til einhverra þeirra aðgerða sem á táknrænan hátt lýsa afstöðu þjóðarinnar. Með nákvæmlega hvaða hætti við gerum það er viðfangsefni fundarins." Utanríkisráðherra mun sitja fund utanríkismálanefndar í hádeginu.Heilli þjóð haldið í fangabúðum Ögmundur bendir á að Ísraelar hafi vanvirt samþykktir Sameinuðu þjóðanna í næstum hálfa öld. Hann telur að tíminn sé til kominn að þeir fari að alþjóðalögum. „Þarna er verið að fremja svívirðileg mannréttindabrot þar sem heilli þjóð er haldið í fangabúðum," segir Ögmundur. „Það er skelfilegt þegar reynt er að koma hjálpargögnum í friðsamlegri skipalest til fólksins og það skuli torveldað með vopnaðri íhlutun." Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
„Við íhugum það mjög rækilega en hröpum ekki að neinum slíkum ákvörðunum. Við gerum það að vandlega yfirförnu máli vegna þess að við viljum tala til Ísraela á eins áhrifaríkan hátt og við mögulega getum," segir Ögmundur Jónsson, þingmaður VG, aðspurður hvort hann vilji að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael. Hann segir að stjórnmálaslit séu ekki takmark heldur tæki til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar í hádeginu um árásir Ísraela á skipalest á leið til Gaza með hjálpargögn þar sem fjöldi manna voru drepnir og fjölmargir særðir. Síðar í dag fer fram utandagskrárumræða um málið á Alþingi.Góður fundur Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði í gærkvöldi um árásina að beiðni Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, kom á fundinn og þá sat Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, einnig fundinn. Össur hefur fordæmt árásina og sagt hana vera svívirðilega. Ögmundur segir að fundurinn hafi verið góður. Hann vonast til þess að nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu á eftir. Fordæmi sé fyrir því að utanríkismálanefnd þingsins tali einni röddu í málefnum Ísraels og Palestínu.Ekki takmark heldur tæki „Stjórnmálaslit eru ekki takmark í sjálfu sér heldur tæki til að ná fram tilteknum áhrifum. Ef við getum gert það með einhverjum öðrum hætti þá hljótum við að skoða það," segir Ögmundur. „Það er mikill samhljómur um að fordæma þessar árásir og grípa til einhverra þeirra aðgerða sem á táknrænan hátt lýsa afstöðu þjóðarinnar. Með nákvæmlega hvaða hætti við gerum það er viðfangsefni fundarins." Utanríkisráðherra mun sitja fund utanríkismálanefndar í hádeginu.Heilli þjóð haldið í fangabúðum Ögmundur bendir á að Ísraelar hafi vanvirt samþykktir Sameinuðu þjóðanna í næstum hálfa öld. Hann telur að tíminn sé til kominn að þeir fari að alþjóðalögum. „Þarna er verið að fremja svívirðileg mannréttindabrot þar sem heilli þjóð er haldið í fangabúðum," segir Ögmundur. „Það er skelfilegt þegar reynt er að koma hjálpargögnum í friðsamlegri skipalest til fólksins og það skuli torveldað með vopnaðri íhlutun."
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira