Innlent

Mótmæltu fyrir utan Stjórnarráðið

Nokkur fjöldi fólks tók sér stöðu fyrir framan Stjórnarráðið í morgun áður en ríkisstjórnarfundur hófst. Mótmælin voru skipulögð af Heimavarnarliðinu og stóð til að afhenda ríkisstjórninni áskorun bréflega og þess jafnframt óskað að hún verði lesin upp á ríkisstjórnarfundinum, að því er fram kemur í tilkynningu. Tilgangur aðgerðanna er að mótmæla „máttlausum aðgerðum stjórnvalda við að leysa bráðavanda íslenskra heimila," eins og það er orðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×