Fylgst með áhrifum ösku á heilsu fólks 1. júní 2010 12:31 Haraldur telur öskuna helst valda fólki sálrænum kvölum um þessar mundir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Margir á höfuðborgarsvæðinu komu að bílum sínum öskugráum í morgun eftir að ösku frá Eyjafjallajökli sem nú berst með vindum hafði rignt niður. Ástandið er mun verra nær eldstöðvunum en sóttavarnarlæknir fylgist með áhrifum ösku á heilsu fólks. Hann telur öskuna helst valda fólki sálrænum kvölum um þessar mundir. Miðað við útlit margra bíla á höfuðborgarvæðinu í morgun má búast við því að mikið verði að gera á bílaþvottastöðvum í dag. Þótt Eyjafjallajökull spúi ekki lengur ösku yfir Suðurland berst sú sem þegar var fallin nú með veðrum og vindum um allt land. Það hefur í för með sér óþrif og verra loft. Í gær var svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu talsverð. En hver eru áhrif þess á heilsu fólks? „Almennt séð teljum við ekki að þetta hafi nein áhrif á heilsu manna hér í Reykjavík. Það var öskumistur yfir bænum í gær en síðan kom rigning sem tók með sér það ryk sem var í loftinu og það sjást vel víða á bílum í morgun. Þetta hefur ekki nein umfram áhrif yfir venjalega atburði sem geta átt sér stað varðandi mengun," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. Haraldur segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um það hve mikið verra ástandið er nær eldstöðvunum. „Það er ekki vitað til þess að þetta valdi langvarandi eða síðbúnum einkennum eða sjúkdómum. En við viljum vita þetta eins vel og hægt er og þess vegna erum við að gera þarna heilsufarsrannsókn." Haraldur bendir á að rannsókn á afleiðingum ösku og annarra efna frá eldgosinu hafi formlega hafist í gær á vegum Landlæknisembættisins en margir aðilar úr heilbrigðisgeiranum koma að henni. Rannsóknin mun fyrst og fremst ná til þeirra sem orðið hafa fyrir hvað mestu öskufalli í námunda við eldstöðina undanfarnar vikur. Haraldur segir gríðarlega erfitt fyrir fólk á svæðinu að búa við þetta ástand. Það reyni á fólki og því fylgi augljóslega mikið álag. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Margir á höfuðborgarsvæðinu komu að bílum sínum öskugráum í morgun eftir að ösku frá Eyjafjallajökli sem nú berst með vindum hafði rignt niður. Ástandið er mun verra nær eldstöðvunum en sóttavarnarlæknir fylgist með áhrifum ösku á heilsu fólks. Hann telur öskuna helst valda fólki sálrænum kvölum um þessar mundir. Miðað við útlit margra bíla á höfuðborgarvæðinu í morgun má búast við því að mikið verði að gera á bílaþvottastöðvum í dag. Þótt Eyjafjallajökull spúi ekki lengur ösku yfir Suðurland berst sú sem þegar var fallin nú með veðrum og vindum um allt land. Það hefur í för með sér óþrif og verra loft. Í gær var svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu talsverð. En hver eru áhrif þess á heilsu fólks? „Almennt séð teljum við ekki að þetta hafi nein áhrif á heilsu manna hér í Reykjavík. Það var öskumistur yfir bænum í gær en síðan kom rigning sem tók með sér það ryk sem var í loftinu og það sjást vel víða á bílum í morgun. Þetta hefur ekki nein umfram áhrif yfir venjalega atburði sem geta átt sér stað varðandi mengun," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu. Haraldur segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um það hve mikið verra ástandið er nær eldstöðvunum. „Það er ekki vitað til þess að þetta valdi langvarandi eða síðbúnum einkennum eða sjúkdómum. En við viljum vita þetta eins vel og hægt er og þess vegna erum við að gera þarna heilsufarsrannsókn." Haraldur bendir á að rannsókn á afleiðingum ösku og annarra efna frá eldgosinu hafi formlega hafist í gær á vegum Landlæknisembættisins en margir aðilar úr heilbrigðisgeiranum koma að henni. Rannsóknin mun fyrst og fremst ná til þeirra sem orðið hafa fyrir hvað mestu öskufalli í námunda við eldstöðina undanfarnar vikur. Haraldur segir gríðarlega erfitt fyrir fólk á svæðinu að búa við þetta ástand. Það reyni á fólki og því fylgi augljóslega mikið álag.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira