Innlent

Hjördís kveður Hæstarétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjördís Hákonardóttir er að hætta sem hæstaréttardómari
Hjördís Hákonardóttir er að hætta sem hæstaréttardómari Mynd/Stefán Karlsson
Hjördís Hákonardóttir hæstaréttardómari lætur af störfum þann 1. ágúst næstkomandi á grundvelli 61. grein stjórnarskrárinnar, en þar er kveðið á um að dómarar megi láta af störfum þegar þeir hafa náð 65 ára aldri.

Hjördís var skipuð dómari við Hæstarétt Íslands 1. maí árið 2006 en hafði áður unnið margvísleg dómstörf, meðal annars sem héraðsdómari.

Hjördís hafði tvívegis áður sótt um embætti hæstaréttardómara áður en hún var skipuð. Í fyrra skiptið árið 2003 þegar Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður hæstaréttardómari og árið 2004 þegar Jón Steinar Gunnlaugsson var skipaður hæstaréttadómari.

Staða hæstaréttardómara hefur verið auglýst laus til umsóknar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×