Innlent

Stimplum stolið af sýslumanni

Stimplum var stolið af sýslumanni. Þjófana er leitað.
Stimplum var stolið af sýslumanni. Þjófana er leitað.

Síðastliðinn föstudag var stolið stimplum af sýsluskrifstofunni á Ísafirði þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Lögreglan á Vestfjörðum vill koma þeim skilaboðum til þjófanna að skila umræddum stimplum.

Talsverð umferð var í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni sem var að líða. Tíu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þar af var einn innanbæjar á Ísafirði. Sá sem hraðast ók, var mældur á 114 km/klst, þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Þá var ein líkamsárás tilkynnt til lögreglunnar í vikunni og er málið í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×