Innlent

Siv vill íslenska fánann lengur við hún

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram þingsályktunartillaga um að hægt verði að hafa íslenska fánann lengur við hún. Mynd/ GVA.
Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram þingsályktunartillaga um að hægt verði að hafa íslenska fánann lengur við hún. Mynd/ GVA.
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður vill að veitt verði rýmri heimild til þess að nota íslenska fánann þannig að hann megi blakta lengur við hún. Siv lagði fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag að forsætisráðherra skoði málið.

Hún leggur til að veitt verði það svigrúm að hafa megi fánann uppi allan sólarhringinn yfir bjartasta tímann á sumrin, frá 15. maí til 15. ágúst. Hluta þess tímabils sé sólsetur eftir miðnætti og sólarupprás skömmu síðar. „Vera má að í framtíðinni verði grundvöllur fyrir því að afnema með öllu hömlur á því hvenær fáninn megi vera uppi, þ.e. að hann megi þá vera á stöng allan sólarhringinn allan ársins hring," segir Siv í greinagerð með tillögunni.

Siv telur hins vegar eðlilegt að eitt skref verði tekið í einu og reynslan síðan látin skera úr um hvort frekari skref verði tekin. Rétt sé að byrja á því að heimila að fáninn sé uppi allan sólarhringinn á sumrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×