Innlent

Fyrrverandi forstjóri FME sakar þingmenn um pólitískt sjónarspil

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann teldi að ákvörðun þingnefndar um að senda ábendingu til setts ríkissaksóknara um meinta vanrækslu væri pólitískt sjónarspil. Rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki talið ástæðu til þess að taka málið upp við ríkissaksóknara, eins og henni hefði annars borið að gera samkvæmt lögum um nefndina.

Þingmannanefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis hefur ákveðið að senda ábendingu til ríkissaksóknara um málefni þeirra fjögurra manna sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi. Um er að ræða þá Davíð Oddsson, Ingimund Friðriksson og Eirík Guðnason sem gegndu stöðu seðlabankastjóra í aðdraganda hrunsis og að auki Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME.

Þingmannanefndin, undir forystu Atla Gíslasonar, tekur ákvörðun um hvort ráðherrarnir þrír verði dregnir fyrir landsdóm en sú ákvörðun mun ekki liggja fyrir strax, samkvæmt upplýsingum fréttastofu.






Tengdar fréttir

Meint vanræksla seðlabankastjóra og forstjóra FME til saksóknara

Þingmannanefnd sem fjallar um rannsóknarskýrslu Alþingis hefur ákveðið að senda ábendingu til ríkissaksóknara um málefni þeirra embættismanna sem rannsóknarnefnd Alþingis telji að hafi sýnt af sér vanrækslu í störfum sínum í aðdraganda hrunsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×