Innlent

Efnt til mótmælastöðu við utanríkisráðuneytið

Sveinn Rúnar Hauksson, er formaður félagsins.
Sveinn Rúnar Hauksson, er formaður félagsins. Mynd/Stefán Karlsson
Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælastöðu við utanríkisráðuneytið, Rauðarárstíg 25, í dag klukkan fimm vegna árásar Ísraelsmanna á skipalest með hjálpargögn sem var á leið til Gaza í nótt. Allmargir Norðurlandabúar voru um borð, Evrópuþingmenn og fulltrúar friðarhreyfinga. Samkvæmt fréttaskeytum létu að minnsta kosti 19 lífið í árásinni. Ísland-Palestína skorar á íslensk stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×